Innlent

Keppni á Landsmóti frestað til morguns

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikið rok og rigning er á Gaddstaðaflötum.
Mikið rok og rigning er á Gaddstaðaflötum. Vísir/Telma
Milliriðlum í B-Flokki á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu var frestað vegna veðurs. Keppnin átti að hefjast klukkan sex í dag og hefur verið frestað til klukkan sjö á morgun.

Þessi ákvörðun var tekin vegna slæms veðurútlits fyrir kvöldið og hugsanlegra slæmra vallaraðstæðna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mótsstjórn.

 

Þá var Skeiði sem átti að hefjast hálf sjö einnig frestað til hálf níu í kvöld, en þá verður staðan endurmetin. Kynbótasýningum hefur einnig verið frestað til morguns.

Mikið rok er á svæðinu og einnig mikil úrkoma.

Vísir/Telma



Fleiri fréttir

Sjá meira


×