Flutningurinn felur í sér fjöldauppsögn starfsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2014 19:49 Þungt hljóð var í starfsfólki Fiskistofu á fundi með fulltrúum stéttarfélaga í dag. Starfsmenn tala um að fótunum hafi verið kippt undan þeim. Efast um að nokkur sparnaður náist með flutningi. Starfsfólki Fiskistofu finnst eins og kippt hafi verið undan því fótunum með ákvörðun um að flytja stofnunina norður til Akureyrar. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að í raun sé um hópsuppsögn að ræða. Andstaða er við málið innan þingflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisþingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Brynjar Níelsson hafa öll lýst andstöðu eða efasemdum sínum vegna ákvörðunar atvinnuvegaráðherra. Það var þungt yfir starfsmönnum á fundi með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga í dag þar sem farið var yfir stöðuna og harðorð ályktun samþykkt. Talað var um pólitíska geðþóttaákvörðun hreppaflutinga og hópuppsögn. Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR segir að atvinnuvegaráðherra hefði getað staðið mun betur að ákvörðun sinni hafi á annað borð verið nauðsynlegt að grípa til hennar. Hann efist um að nokkur sparnaður fáist með því að flytja Fiskistofu til Akureyrar, enda liggi engar skýrslur eða úttektir fyrir um það. Páll Halldórsson formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga segir það alveg rétt hjá starfsmönnum að líta megi á ákvörðun ráðherra sem hópuppsögn. Þá séu fregnir af málinu stöðugt að verða óljósari. Fyrst hafi verið talað um að flytja stofnunina alla en nú aðeins hluta hennar. Fiskistofa gegnir víðtæku hlutverki í eftirliti og umgegngni við fiskveiðiauðlindirnar. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir flesta telja að hún sinni aðeins eftirlitshlutverki en hún veiti einnig mikla þjónustu og haldi í raun utan um allar aflatölur, útdeilingar á aflaheimildum og flutingi þeirra milli útgerða. Rætt er við Eyþór og aðra starfsmenn Fiskistofu í frétt Stöðvar tvö hér fyrir ofan. Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira
Þungt hljóð var í starfsfólki Fiskistofu á fundi með fulltrúum stéttarfélaga í dag. Starfsmenn tala um að fótunum hafi verið kippt undan þeim. Efast um að nokkur sparnaður náist með flutningi. Starfsfólki Fiskistofu finnst eins og kippt hafi verið undan því fótunum með ákvörðun um að flytja stofnunina norður til Akureyrar. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að í raun sé um hópsuppsögn að ræða. Andstaða er við málið innan þingflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisþingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Brynjar Níelsson hafa öll lýst andstöðu eða efasemdum sínum vegna ákvörðunar atvinnuvegaráðherra. Það var þungt yfir starfsmönnum á fundi með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga í dag þar sem farið var yfir stöðuna og harðorð ályktun samþykkt. Talað var um pólitíska geðþóttaákvörðun hreppaflutinga og hópuppsögn. Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR segir að atvinnuvegaráðherra hefði getað staðið mun betur að ákvörðun sinni hafi á annað borð verið nauðsynlegt að grípa til hennar. Hann efist um að nokkur sparnaður fáist með því að flytja Fiskistofu til Akureyrar, enda liggi engar skýrslur eða úttektir fyrir um það. Páll Halldórsson formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga segir það alveg rétt hjá starfsmönnum að líta megi á ákvörðun ráðherra sem hópuppsögn. Þá séu fregnir af málinu stöðugt að verða óljósari. Fyrst hafi verið talað um að flytja stofnunina alla en nú aðeins hluta hennar. Fiskistofa gegnir víðtæku hlutverki í eftirliti og umgegngni við fiskveiðiauðlindirnar. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir flesta telja að hún sinni aðeins eftirlitshlutverki en hún veiti einnig mikla þjónustu og haldi í raun utan um allar aflatölur, útdeilingar á aflaheimildum og flutingi þeirra milli útgerða. Rætt er við Eyþór og aðra starfsmenn Fiskistofu í frétt Stöðvar tvö hér fyrir ofan.
Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Sjá meira