Flutningurinn felur í sér fjöldauppsögn starfsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2014 19:49 Þungt hljóð var í starfsfólki Fiskistofu á fundi með fulltrúum stéttarfélaga í dag. Starfsmenn tala um að fótunum hafi verið kippt undan þeim. Efast um að nokkur sparnaður náist með flutningi. Starfsfólki Fiskistofu finnst eins og kippt hafi verið undan því fótunum með ákvörðun um að flytja stofnunina norður til Akureyrar. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að í raun sé um hópsuppsögn að ræða. Andstaða er við málið innan þingflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisþingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Brynjar Níelsson hafa öll lýst andstöðu eða efasemdum sínum vegna ákvörðunar atvinnuvegaráðherra. Það var þungt yfir starfsmönnum á fundi með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga í dag þar sem farið var yfir stöðuna og harðorð ályktun samþykkt. Talað var um pólitíska geðþóttaákvörðun hreppaflutinga og hópuppsögn. Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR segir að atvinnuvegaráðherra hefði getað staðið mun betur að ákvörðun sinni hafi á annað borð verið nauðsynlegt að grípa til hennar. Hann efist um að nokkur sparnaður fáist með því að flytja Fiskistofu til Akureyrar, enda liggi engar skýrslur eða úttektir fyrir um það. Páll Halldórsson formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga segir það alveg rétt hjá starfsmönnum að líta megi á ákvörðun ráðherra sem hópuppsögn. Þá séu fregnir af málinu stöðugt að verða óljósari. Fyrst hafi verið talað um að flytja stofnunina alla en nú aðeins hluta hennar. Fiskistofa gegnir víðtæku hlutverki í eftirliti og umgegngni við fiskveiðiauðlindirnar. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir flesta telja að hún sinni aðeins eftirlitshlutverki en hún veiti einnig mikla þjónustu og haldi í raun utan um allar aflatölur, útdeilingar á aflaheimildum og flutingi þeirra milli útgerða. Rætt er við Eyþór og aðra starfsmenn Fiskistofu í frétt Stöðvar tvö hér fyrir ofan. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Þungt hljóð var í starfsfólki Fiskistofu á fundi með fulltrúum stéttarfélaga í dag. Starfsmenn tala um að fótunum hafi verið kippt undan þeim. Efast um að nokkur sparnaður náist með flutningi. Starfsfólki Fiskistofu finnst eins og kippt hafi verið undan því fótunum með ákvörðun um að flytja stofnunina norður til Akureyrar. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að í raun sé um hópsuppsögn að ræða. Andstaða er við málið innan þingflokks Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisþingmennirnir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Brynjar Níelsson hafa öll lýst andstöðu eða efasemdum sínum vegna ákvörðunar atvinnuvegaráðherra. Það var þungt yfir starfsmönnum á fundi með fulltrúum nokkurra stéttarfélaga í dag þar sem farið var yfir stöðuna og harðorð ályktun samþykkt. Talað var um pólitíska geðþóttaákvörðun hreppaflutinga og hópuppsögn. Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR segir að atvinnuvegaráðherra hefði getað staðið mun betur að ákvörðun sinni hafi á annað borð verið nauðsynlegt að grípa til hennar. Hann efist um að nokkur sparnaður fáist með því að flytja Fiskistofu til Akureyrar, enda liggi engar skýrslur eða úttektir fyrir um það. Páll Halldórsson formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga segir það alveg rétt hjá starfsmönnum að líta megi á ákvörðun ráðherra sem hópuppsögn. Þá séu fregnir af málinu stöðugt að verða óljósari. Fyrst hafi verið talað um að flytja stofnunina alla en nú aðeins hluta hennar. Fiskistofa gegnir víðtæku hlutverki í eftirliti og umgegngni við fiskveiðiauðlindirnar. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir flesta telja að hún sinni aðeins eftirlitshlutverki en hún veiti einnig mikla þjónustu og haldi í raun utan um allar aflatölur, útdeilingar á aflaheimildum og flutingi þeirra milli útgerða. Rætt er við Eyþór og aðra starfsmenn Fiskistofu í frétt Stöðvar tvö hér fyrir ofan.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira