Innlent

Aldrei mælst meiri úrkoma

Gissur Sigurðsson skrifar
Landsmenn, sem og ferðamenn, fá að kynnast meiri rigningu í Reykjavík en nokkru sinni fyrr.
Landsmenn, sem og ferðamenn, fá að kynnast meiri rigningu í Reykjavík en nokkru sinni fyrr.
Úrkoma í Reykjavík mældist 115,8 millimetrar í Reykjavík í nýliðnum mánuði og hefur aldrei mælst meiri síðan samfelldar mælingar hófust árið 1920.

Sólskinstundir urðu aðeins 115, sem er 46 stundum undir meðallagi. Hitinn var hinsvegar tæpri gráðu yfir meðallagi síðustu tíu ára og var mánuðurinn sá fjórði hlýjasti frá því að samfelldar hitamælingar hófust í Reykjavík árið 1871. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×