Lífið

Stjarna úr Hollywood á Íslandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dev Patel á góðri stundu.
Dev Patel á góðri stundu. Vísir/AFP
Dev Patel, sem sló í gegn fyrir leik sinn í Óskarsverðlaunamyndinni Slumdog Millionaire, er orðinn Íslandsvinur.

Patel sást skemmta sér í góðum félagsskap á Snaps við Óðinstorg í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Patel, sem varð 24 ára á árinu, hefur einnig leikið í kvikmyndum á borð við The Last Airbender og The Best Exotic Marigold Hotel.

Þá leikur hann með Jeff Daniels og fleiri góðum í sjónvarpsþáttaröðinni Newsroom.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×