Lífið

Ásgeir Trausti leikur undir fyrir pabba sinn

Á dögunum gaf Forlagið út ljóðabók Einars Georgs, Hverafugla.

Bókin hlaut strax frábærar viðtökur og skaust beint í fyrsta sæti á metsölulista Eymundsson í sínum flokki.

Einar Georg hefur einkum orðið kunnur af textagerð fyrir syni sína, Þorstein í hljómsveitinni Hjálmum og Ásgeir Trausta.

 

Eftir að hafa komið allir þrír saman fram í útgáfuboði Hverafugla hafa þeir feðgar; Einar, Þorsteinn og Ásgeir Trausti; aftur tekið höndum saman og búið til skemmtileg kynningarmyndbönd fyrir bókina.





Í þeim les Einar Georg ljóð úr Hverafuglum en Þorsteinn og Ásgeir leika undir á gítara.

Í Hverafuglum eru ljóð um náttúruna sem Einar orti meðal annars fyrir vin sinn Guðmund Pál Ólafsson til að nota í bók hans Vatnið í náttúru Íslands; þar eru ádeiluljóð, angurvær lífsspeki og galgopalegar limrur.

Myndskreytingar og teikning á kápu eru eftir Ásgeir Trausta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×