Innlent

Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsækir Ísland í dag

ingvar haraldsson skrifar
Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna,  heimsækir Ísland í dag.
Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsækir Ísland í dag. vísir/afp
Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, er stödd hér á landi í dag. Nuland mun hitta íslenska ráðamenn og forkólfa íslensk viðskiptalífs.

Nuland er helst þekkt fyrir umæli sem hún lét falla í tengslum við átökin í Úkraínu. Í símtali við Geoffrey Pyatt, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu sagði hún „Fuck the EU“ eða „fari Evrópusambandið í rass“ þann 28 janúar síðastliðinn. Nuland var ósátt við seinagang evrópskra yfirvalda í málefnum Úkraínu. Símtalinu var lekið á netið, líklega af rússneskum yfirvöldum.

Nuland baðst í kjölfarið afsökunar á ummælunum.

Nuland á að baki langan feril í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Hún hóf störf sem aðstoðarutanríkisráðherra í máefnum Evrópu og Evrasíu í september 2013. Á árunum 2005 til 2008 starfaði Nualnd sendiherra Bandaríkjanna í NATO. Nuland var einnig starfsmannastjóri utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna frá árunum 1993 til 1996.

Viðtal við Victoriu Nuland mun birtast í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×