Innlent

Vinnur að korti af hjólreiðastæðum í Reykjavík

ingvar haraldsson skrifar
Ásbjörn Ólafsson, stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna, vinnur nú að því að taka saman kort af hjólreiðastæðum í Reykjavík.
Ásbjörn Ólafsson, stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna, vinnur nú að því að taka saman kort af hjólreiðastæðum í Reykjavík.
Ásbjörn Ólafsson, stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna, vinnur nú að því að taka saman kort af hjólreiðastæðum í Reykjavík.

„Ég er að reyna að þrýsta á fyrirtæki og stofnanir um fleiri stæði. Maður hefur heyrt kvartanir um að erfitt sé að finna stæði. Svo er algengt að hjólum sé stolið séu þau ekki í stæðum. Þetta sérstaklega dýrustu hjólin ef þau eru ekki vöktuð.“

Ásbjörn segist sjálfur finna fyrir því að hjólreiðastæði skorti í Reykjavík. “Já, maður finnur það vanta víða stæði. Sérstaklega við verslanir og þegar maður hjólar niður í bæ á 17. Júní og öðrum hátíðisdögum. Þá vantar stað sem hægt er að skilja hjólin eftir.“ Ásbjörn bætir þó við að málin séu að þokast í rétta átt.

Ásbjörn bendir þeim sem vilja koma með ábendingar um hjólreiðastæði í þeirra nærumhverfi að fara inn á hópinn Samgönguhjólreiðar á Facebook og skrifa þar inn athugasemd.

Hér má sjá stæðin sem nú þegar eru komin inn á kortið hjá Ásbirni.
„Það eru kominn inn á 426 stæði á 53 mismunandi stöðum inn á kortið. Vonandi verður hægt að færa þetta inn á Google Maps eða annað slíkt. Ég hef aðallega lagt áherslu á mitt hverfi Laugardalinn. Mér hefur þótt vanta hjólreiðastæði þar. Ég setti inn tillögu á BetriReykavík.is um hjólreiðastæði við Grasagarðinn og Sólheimasafnið. Tillögurnar unnu í íbúakosningu svon nú eru komin stæði þangað, svo það er hægt að hafa áhrif.“

Varðandi önnur hverfi hefur Ásbjörn bætti inn þeim inn á kortið þegar honum berast ábendingar um slíkt. Ásbjörn vonast til að aðrir aðilar á borð við hverfisráð taki verkefnið upp á sína arma og taka saman hjólreiðastæði í sínu hverfi.

Ásbjörn segir óljóst hvenær verkinu ljúki. „Þetta er nú bara svona dúllerí hjá mér, þetta er hugmynd sem er enn í vinnslu.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×