Innlent

Gifti sig í stuttbuxum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tískuspekúlantinn Olivia Palermo gekk að eiga unnusta sinn, þýsku karlfyrirsætuna Johannes Huebl, á laugardaginn í síðustu viku. Olivia og Johannes giftu sig í flýti í ráðhúsinu á Manhattan í New York.

Johannes birtir mynd af nýbökuðu hjónunum á Instagram-síðu sinni og þar sést brúðardress Oliviu vel.

Á brúðkaupsdaginn klæddist Olivia hönnun Carolinu Herrara frá toppi til táar, kasmírpeysu, hvítum stuttbuxum og tjullpilsi. Johannes var hins vegar í hvítum jakkafötum frá Marc Anthony Hamburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×