Ekki sjálfsagt að farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. júní 2014 15:02 Frá Hvammstanga. Vísir/Jón Sigurður Ákveðið verður á morgun hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum, öðrum á þrítugsaldri og hinum á sextugsaldri, sem grunaðir eru um líkamsárás sem leiddi til dauða manns á Hvammstanga um liðna helgi. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri sem fer fyrir rannsókninni, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. „Það er ekki sjálfsagt,“ segir Daníel en ákvörðunin verði tekin á morgun. Þá er ekki von á niðurstöðu réttarmeinafræðings fyrr en í næstu viku.Daníel segir í Fréttablaðinu í dag að ekki sé hægt að gefa sér fyrir fram að um líkamsárás hafi verið að ræða og að maðurin hafi hlotið höggið af mannavöldum fyrr en rannsókn bendi til þess. Þá telur Daníel ljóst að mennirnir tveir, sem leystir voru úr gæsluvarðhaldi í gær, hafi ekki átt hlut að máli. Þeir hafi ekki verið á staðnum þegar meint árás átti sér stað.Í yfirlýsingu frá lögreglunni á Akureyri í gær kom fram að Tomaszar Grzegorz Krzeczkowsk, 35 ára Pólverji, hefði látið lífið af völdum þungs höfuðhöggs sem leiddi til höfuðkúpubrots. Líkt og Vísir fjallaði um í gær komu læknir og sjúkrabíll ekki að hinum látna fyrr en um fimmleytið síðdegis á laugardeginum. Sá læknir sem mætti á staðinn sá ekki ástæðu til að tilkynna málið til lögreglu heldur gerði læknir í Reykjavík það fimm klukkustundum síðar. Lögreglumenn á Blönduósi skoðuðu íbúðina þar sem Tomasz fannst og í kjölfarið voru fjórir menn handteknir. Þeir voru svo úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum Vísis var fátt sem benti til þess að slagsmál hefðu verið í íbúðinni um nóttina. Sömu heimildir herma að lýsingar á blóðslettum í íbúðinni sem fram hafi komið í fjölmiðlun séu ekki á rökum reistar. Enn sitja tveir menn, annar á þrítugsaldri og hinn á sextugsaldri, í gæsluvarðhaldi. Daníel segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. „Það er ekki sjálfsagt,“ segir Daníel en ákvörðunin verði tekin á morgun. Þá er ekki von á niðurstöðu réttarmeinafræðings fyrr en í næstu viku. Tengdar fréttir Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29 Fjórir grunaðir um líkamsárás á Hvammstanga Töluvert af blóði mun hafa verið í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. 15. júní 2014 16:09 Látinn eftir líkamsárásina á Hvammstanga Manninum sem varð fyrir líkamsárás á Hvammstanga aðfaranótt sunnudags var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans undanfarna daga. 18. júní 2014 18:16 Þungt höfuðhögg banameinið | Tveir leystir úr varðhaldi Tveir menn er enn í haldi og er rannsóknin í fullum gangi. 19. júní 2014 14:43 Ættingjar og vinir hins látna hrærðir "Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu,“ segir sóknarpresturinn á Hvammstanga. 19. júní 2014 13:13 Fjórmenningarnir í gæsluvarðhald Maðurinn sem slasaðist er í lífshættu en honum er haldið sofandi í öndunarvél. 16. júní 2014 14:51 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Ákveðið verður á morgun hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum, öðrum á þrítugsaldri og hinum á sextugsaldri, sem grunaðir eru um líkamsárás sem leiddi til dauða manns á Hvammstanga um liðna helgi. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Akureyri sem fer fyrir rannsókninni, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. „Það er ekki sjálfsagt,“ segir Daníel en ákvörðunin verði tekin á morgun. Þá er ekki von á niðurstöðu réttarmeinafræðings fyrr en í næstu viku.Daníel segir í Fréttablaðinu í dag að ekki sé hægt að gefa sér fyrir fram að um líkamsárás hafi verið að ræða og að maðurin hafi hlotið höggið af mannavöldum fyrr en rannsókn bendi til þess. Þá telur Daníel ljóst að mennirnir tveir, sem leystir voru úr gæsluvarðhaldi í gær, hafi ekki átt hlut að máli. Þeir hafi ekki verið á staðnum þegar meint árás átti sér stað.Í yfirlýsingu frá lögreglunni á Akureyri í gær kom fram að Tomaszar Grzegorz Krzeczkowsk, 35 ára Pólverji, hefði látið lífið af völdum þungs höfuðhöggs sem leiddi til höfuðkúpubrots. Líkt og Vísir fjallaði um í gær komu læknir og sjúkrabíll ekki að hinum látna fyrr en um fimmleytið síðdegis á laugardeginum. Sá læknir sem mætti á staðinn sá ekki ástæðu til að tilkynna málið til lögreglu heldur gerði læknir í Reykjavík það fimm klukkustundum síðar. Lögreglumenn á Blönduósi skoðuðu íbúðina þar sem Tomasz fannst og í kjölfarið voru fjórir menn handteknir. Þeir voru svo úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum Vísis var fátt sem benti til þess að slagsmál hefðu verið í íbúðinni um nóttina. Sömu heimildir herma að lýsingar á blóðslettum í íbúðinni sem fram hafi komið í fjölmiðlun séu ekki á rökum reistar. Enn sitja tveir menn, annar á þrítugsaldri og hinn á sextugsaldri, í gæsluvarðhaldi. Daníel segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald. „Það er ekki sjálfsagt,“ segir Daníel en ákvörðunin verði tekin á morgun. Þá er ekki von á niðurstöðu réttarmeinafræðings fyrr en í næstu viku.
Tengdar fréttir Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29 Fjórir grunaðir um líkamsárás á Hvammstanga Töluvert af blóði mun hafa verið í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. 15. júní 2014 16:09 Látinn eftir líkamsárásina á Hvammstanga Manninum sem varð fyrir líkamsárás á Hvammstanga aðfaranótt sunnudags var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans undanfarna daga. 18. júní 2014 18:16 Þungt höfuðhögg banameinið | Tveir leystir úr varðhaldi Tveir menn er enn í haldi og er rannsóknin í fullum gangi. 19. júní 2014 14:43 Ættingjar og vinir hins látna hrærðir "Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu,“ segir sóknarpresturinn á Hvammstanga. 19. júní 2014 13:13 Fjórmenningarnir í gæsluvarðhald Maðurinn sem slasaðist er í lífshættu en honum er haldið sofandi í öndunarvél. 16. júní 2014 14:51 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29
Fjórir grunaðir um líkamsárás á Hvammstanga Töluvert af blóði mun hafa verið í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. 15. júní 2014 16:09
Látinn eftir líkamsárásina á Hvammstanga Manninum sem varð fyrir líkamsárás á Hvammstanga aðfaranótt sunnudags var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans undanfarna daga. 18. júní 2014 18:16
Þungt höfuðhögg banameinið | Tveir leystir úr varðhaldi Tveir menn er enn í haldi og er rannsóknin í fullum gangi. 19. júní 2014 14:43
Ættingjar og vinir hins látna hrærðir "Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu,“ segir sóknarpresturinn á Hvammstanga. 19. júní 2014 13:13
Fjórmenningarnir í gæsluvarðhald Maðurinn sem slasaðist er í lífshættu en honum er haldið sofandi í öndunarvél. 16. júní 2014 14:51