Innlent

Allt að tuttugu stiga hiti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Daníel
Hiti mun ná allt að tuttugu stigum á Norðurlandi í dag. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að reiknað sé með suðaustan 3-8 m/s í dag og víða verði léttskýjað. Vindur mun aukast með deginum og verða 8-15 m/s á S- og V-landi í kvöld með rigningu við ströndina. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á morgun, þriðjudag:

Suðaustan strekkingur og rigning S- og V-lands á morgun, en þurrt og bjart veður NA-til.

Á miðvikudag:

Suðaustan 5-10 m/s og rigning á SA-landi og Austfjörðum. Hægari breytileg átt eða hafgola og skýjað en úrkomulítið annars staðar. Hiti 12 til 18 stig, en kaldara austast.

Á fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag:

Suðlæg átt. Skýjað með köflum en lítlisháttar súld eða þokumóða með suður og vesturströndinni. Bjart með köflum á norðaustur- og austurlandi, en líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast fyrir norðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×