Fékk bílinn sinn aftur: Samdi við Krók en heldur málaferlum áfram Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júní 2014 18:22 Gísli Tryggvason sættir sig ekki við það að Bílastæðasjóður geti farið sínu fram án þess að svo mikið sem til andmælaréttar komi. Gísli Tryggvason hefur fengið bílinn sinn aftur, eftir að bílastæðasjóður lét nema bílinn á brott í skjóli nætur í maí. Gísli neitar að borga stöðumælasekt, sem honum þykir ekki réttmætog vill að sýslumaður úrskurði um réttmæti sektarinnar. Gísli var búinn að vera bíllaus í um sex vikur. Hann segir málið vera „prinsipp-mál.“Fékk helmingsafslátt af vörslugjaldi Starfsmenn Króks ehf – í umboði Bílastæðasjóðs - tóku bílinn fyrir utan heimili Gísla í síðasta mánuði og var bíllinn á geymslusvæði fyrirtækisins þar til í dag. Að sögn Gísla tókust samningar um helmingsafslátt af vörslugjaldi, gegn því að blanda Króki ekki inn í málaferli gegn Bílastæðasjóði. Gísli gerði einnig upp við lögmann Bílastæðasjóðs. „Ég greiddi lögmannskostnað Bílastæðasjóðs, með fyrirvara. Ef mér tekst að koma málinu fyrir dómara fer ég fram á endurgreiðslu alls kostnaðar,“ útskýrir hann.Lagði í stæði fyrir skólabíl utan skólatíma Vísir fjallaði um málið í máimánuði, en Gísli var sektaður fyrir að leggja bíl sínum í stæði sem var merkt sem stæði fyrir skólabíl. Gísli lagði í stæðið utan skólatíma og sagði hann frá því í samtali við Vísi að venja væri að fólk leggði í stæðið þegar skólahald væri ekki í gangi. Gísli gæti borgað sektina og svo farið í svokallað endurgreiðslumál. En honum þykir það óviðunnandi. „Það er óviðunnandi réttarúrræði fyrir almenna borgara að þurfa að borga og síðan fara í einkamál. Maður á að geta látið reyna að réttmæti og lögmæti sektarinnar í ferlinu sjálfu.“ Í síðasta mánuði sagði Gísli: „Staðan er í raun og veru sú að stöðumælavörður getur að óbreyttu komið bílnum í nauðungarsölu ef sýslumaður og dómari geta ekki gripið inní. Það er óásættanlegt og ekkert réttaröryggi í því, að fá enga endurskoðunarmöguleika.“Prinsippmál „Þó að ég sé hættur að standa í svona málum fyrir sjálfan mig, þá finnst mér núna tilefni til að staldra aðeins við og láta á þetta mál reyna, fyrir fjöldann,“ segir Gísli. Þó að málið snúist um „prinsipp“ í hans augum, þá ákvað hann að semja við Krók og Bílastæðasjóð í dag. „Ég gat ekki verið bíllaus lengur, ég varð bara að fá bílinn,“ útskýrir hann. En hvernig hefuru ferðast í bílleysinu? „Ég hef hjólað, fengið far, tekið strætó og stundum fengið bíl kærustunnar lánaðan.“ Gísli ætlar að krefja sýslumann formlega að taka málið fyrir og tiltekur þrjár megin röksemdir: „Í fyrsta lagi að ég lagði í stæðið utan skólatíma. Í öðru lagi tel ég að ekki hafi verið rétt að fara beint í vörslusviptingu en ekki fjárnám. Og í þriðja lagi tel ég þetta tiltekna skilti ekki samræmast settum reglum um slík skilti.“ Ef sýslumaður neitar að taka málið fyrir neyðist Gísli til að höfða einkamál og segist hann ætla að gera það ef til þess kemur. Tengdar fréttir Bílastæðasjóður hirðir bíl af Gísla Tryggvasyni Gísli Tryggvason lögmaður, sem hefur verið bíllaus í tvær vikur, ætlar ekki að gefast upp gagnvart gallhörðum og óbilgjörnum Bílastæðasjóði. 20. maí 2014 11:26 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Gísli Tryggvason hefur fengið bílinn sinn aftur, eftir að bílastæðasjóður lét nema bílinn á brott í skjóli nætur í maí. Gísli neitar að borga stöðumælasekt, sem honum þykir ekki réttmætog vill að sýslumaður úrskurði um réttmæti sektarinnar. Gísli var búinn að vera bíllaus í um sex vikur. Hann segir málið vera „prinsipp-mál.“Fékk helmingsafslátt af vörslugjaldi Starfsmenn Króks ehf – í umboði Bílastæðasjóðs - tóku bílinn fyrir utan heimili Gísla í síðasta mánuði og var bíllinn á geymslusvæði fyrirtækisins þar til í dag. Að sögn Gísla tókust samningar um helmingsafslátt af vörslugjaldi, gegn því að blanda Króki ekki inn í málaferli gegn Bílastæðasjóði. Gísli gerði einnig upp við lögmann Bílastæðasjóðs. „Ég greiddi lögmannskostnað Bílastæðasjóðs, með fyrirvara. Ef mér tekst að koma málinu fyrir dómara fer ég fram á endurgreiðslu alls kostnaðar,“ útskýrir hann.Lagði í stæði fyrir skólabíl utan skólatíma Vísir fjallaði um málið í máimánuði, en Gísli var sektaður fyrir að leggja bíl sínum í stæði sem var merkt sem stæði fyrir skólabíl. Gísli lagði í stæðið utan skólatíma og sagði hann frá því í samtali við Vísi að venja væri að fólk leggði í stæðið þegar skólahald væri ekki í gangi. Gísli gæti borgað sektina og svo farið í svokallað endurgreiðslumál. En honum þykir það óviðunnandi. „Það er óviðunnandi réttarúrræði fyrir almenna borgara að þurfa að borga og síðan fara í einkamál. Maður á að geta látið reyna að réttmæti og lögmæti sektarinnar í ferlinu sjálfu.“ Í síðasta mánuði sagði Gísli: „Staðan er í raun og veru sú að stöðumælavörður getur að óbreyttu komið bílnum í nauðungarsölu ef sýslumaður og dómari geta ekki gripið inní. Það er óásættanlegt og ekkert réttaröryggi í því, að fá enga endurskoðunarmöguleika.“Prinsippmál „Þó að ég sé hættur að standa í svona málum fyrir sjálfan mig, þá finnst mér núna tilefni til að staldra aðeins við og láta á þetta mál reyna, fyrir fjöldann,“ segir Gísli. Þó að málið snúist um „prinsipp“ í hans augum, þá ákvað hann að semja við Krók og Bílastæðasjóð í dag. „Ég gat ekki verið bíllaus lengur, ég varð bara að fá bílinn,“ útskýrir hann. En hvernig hefuru ferðast í bílleysinu? „Ég hef hjólað, fengið far, tekið strætó og stundum fengið bíl kærustunnar lánaðan.“ Gísli ætlar að krefja sýslumann formlega að taka málið fyrir og tiltekur þrjár megin röksemdir: „Í fyrsta lagi að ég lagði í stæðið utan skólatíma. Í öðru lagi tel ég að ekki hafi verið rétt að fara beint í vörslusviptingu en ekki fjárnám. Og í þriðja lagi tel ég þetta tiltekna skilti ekki samræmast settum reglum um slík skilti.“ Ef sýslumaður neitar að taka málið fyrir neyðist Gísli til að höfða einkamál og segist hann ætla að gera það ef til þess kemur.
Tengdar fréttir Bílastæðasjóður hirðir bíl af Gísla Tryggvasyni Gísli Tryggvason lögmaður, sem hefur verið bíllaus í tvær vikur, ætlar ekki að gefast upp gagnvart gallhörðum og óbilgjörnum Bílastæðasjóði. 20. maí 2014 11:26 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Bílastæðasjóður hirðir bíl af Gísla Tryggvasyni Gísli Tryggvason lögmaður, sem hefur verið bíllaus í tvær vikur, ætlar ekki að gefast upp gagnvart gallhörðum og óbilgjörnum Bílastæðasjóði. 20. maí 2014 11:26