Enski boltinn

Yaya óánægður með viðbrögð City

Arnar Björnsson skrifar
Yaya Toure.
Yaya Toure. Vísir/Getty
Yaya Toure er harðorður í garð Manchester City og segir að hann hafi ekki fengið leyfi til þess að vera við sjúkrabeð bróður síns, Ibrahims Toure, sem lést úr krabbameini í síðustu viku.

Toure segir að eftir að félagið hafi unnið Englandsmeistaratitilinn hafi hann óskað eftir leyfi en því hafi verið neitað og hann því orðið að fara með Manchester City til Abu Dhabi.

Toure segir að fréttin af andláti Ibrahims hafi verið mesti sorgardagur í lífi sínu en Ibrahim var aðeins 28 ára þegar hann lést.  

Toure verður í eldlínunni í dag þegar Fílabeinsströndin mætir Grikkjum í lokaleik C-riðils. Toure og félagar standa vel að vígi en Fílabeinsströndin er í 2. sæti á eftir Kolumbíumönnum sem komnir eru í 16 liða úrslit.      




Fleiri fréttir

Sjá meira


×