Innlent

Íslendingur í fangelsi í Taílandi: Enn ekki borist ákæra í málinu

Bjarki Ármannsson skrifar
Maðurinn hefur tvisvað fengið heimsókn frá ræðismanni Íslendinga í Taílandi.
Maðurinn hefur tvisvað fengið heimsókn frá ræðismanni Íslendinga í Taílandi. Vísir/Samsett
Íslendingurinn sem handtekinn var í Taílandi þann 6. júní síðastliðinn fyrir vörslu fíkniefna hefur enn ekki verið ákærður. Hann hefur tvisvar fengið að hitta ræðismann Íslendinga þar í landi sem aðstoðar hann eftir bestu getu.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir það ekki endilega óvenjulegt á taílenskan mælikvarða að málið taki svona langan tíma.

„Við höfum sem betur fer ekki mikla reynslu af þessu, það eru ekki margir sem hafa lent þarna,“ segir Urður. „En þetta tekur bara tíma.“

Fíkniefnalög í Taílandi eru með þeim allra ströngustu í heimi. Maðurinn sem um ræðir var með metamfetamín í fórum sínum en það getur varðað fangelsi í eitt til tíu ár.


Tengdar fréttir

Íslendingur handtekinn í Tælandi með metamfetamín

Lögreglan í Suður Pattaya í Tælandi handtók þrjá einstaklinga sem grunaðir eru um vörslu fíkniefna í gær, en einn þeirra er Íslendingur eftir því sem miðillinn Pattaya one greinir frá.

Ræðismaður mun heimsækja Íslendinginn þegar leyfi fæst

„Ræðismaður okkar fer með þetta mál, hann mun heimsækja Íslendinginn þegar leyfi fæst,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, um Íslendinginn sem er haldið föngum í Tælandi vegna vörslu á fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×