Innlent

Íslendingur handtekinn í Tælandi með metamfetamín

Stefán Árni Pálsson skrifar
Suður Pattaya í Tælandi.
Suður Pattaya í Tælandi.
Lögreglan í Suður Pattaya í Tælandi handtók þrjá einstaklinga sem grunaðir eru um vörslu fíkniefna í gær, en einn þeirra er Íslendingur eftir því sem miðillinn Pattaya one greinir frá.

Maðurinn mun hafa verið með rúmlega tvö grömm af metamfetamín á sér þegar lögreglan handtók hann. Kona á þrítugsaldri var einnig tekinn með 0,4 grömm af sama efni en bæði staðfestu þau við lögregluna að þau hefðu keypt efnið af sama einstaklinginum. Hann var síðar um daginn handtekinn.

Öll dvelja þau nú í fangelsi í Tælandi en þar í landi eru refsingar fyrir vörslu á fíkniefnum þungar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×