Lögreglan gagnrýnd fyrir líkamsleit - „Leitir lögreglu eru byggðar á grun“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. júní 2014 15:49 Alls komu upp á sjötta tug fíkniefnamála á hátíðinni sem annars gekk vel fyrir sig. „Leitir lögreglu eru byggðar á grun,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjón lögregluembættisins á höfuðborgarsvæðinu, um fíkniefnaleit á einstaklingum. Mikil umræða hefur skapast um leitaraðferðir lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fór fram um helgina. Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar – samtaka um borgarleg réttindi, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt aðferðir lögreglumanna við fíkniefnaleit. Hún fór á hátíðina til þess að fylgjast með störfum lögreglumanna. Hún segir frá því að hún hafi séð tíu óeinkennisklædda leita á ungu fólki. „Mér fannst aðferðirnar vera ógnandi. Ég tók ekki eftir því að neinum væru kynnt sín réttindi. Lögreglumennirnir komu einfaldlega upp að fólki og þremur sekúndum seinna var fólkið búið að rétta út hendurnar og lögreglan farin að leita í vösum fólksins,“ útskýrir hún og bætir við: „Eftir að hafa fylgst með þessu fékk ég á tilfinninguna að lögreglan væri að spila inn á þekkingaleysi ungs fólks á réttindum sínum.“ Júlía segir ennfremur að leitað hafi verið á tónleikagestum fyrir framan aðra, að þeir hafi ekki verið teknir afsíðis. Júlía tók ekki eftir því að neinn tónleikagestur hafi verið tekinn með fíkniefni. Hún segist hafa séð lögreglumenn leitað á um tuttugu til þrjátíu manns án þess að finna neitt. Friðrik Smári nefnir svipaða tölu, hann segir að leitað hafi verið á um 30 manns án þess að fíkniefni hafi fundist á þeim.Telur þetta ekki standa stjórnarskrá Júlía telur leit lögreglu ekki standast Stjórnarskrána og bendir sérstaklega á 71. greinina sem hljóðar svo„Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild.“ Friðrik Smári segir lögregluna meðal annars sækja heimildir sínar til lögreglulaga nr. 90/1996. Þar segir:„17. gr. Leit á mönnum.1. Lögreglu er heimilt ef ástæða er til að leita að vopnum eða öðrum hættulegum munum á hverjum þeim sem fjarlægður er eða handtekinn af lögreglu.2. Sé maður vistaður í fangageymslu er lögreglu heimilt að leita á honum og taka til varðveislu muni sem hann hefur á sér og hann getur notað til þess að vinna tjón á sjálfum sér eða öðrum. Ef ástand manns eða aðstæður að öðru leyti gefa tilefni til er heimilt að taka af honum peninga og muni sem hann hefur á sér og hætta þykir á að geti skemmst, eyðilagst eða glatast.“Friðrik Smári vísar einnig til laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þar segir um líkamsleit, í 78. grein:„Líkamsleit skv. 1. eða 2. mgr. 76. gr. skal ákveðin með úrskurði dómara nema fyrir liggi ótvírætt samþykki þess sem í hlut á. Þó er líkamsleit skv. 1. mgr. 76. gr. heimil án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum.“ Hann segir að allir sem leitað var á hafa veitt samþykki sitt. „Í um 30 tilvikum leiddi leit lögreglu á einstaklingum ekki til haldlagningar ólöglegra efna. Í öllum framangreindum tilvikum voru leitir lögreglu framkvæmdar með samþykki þess sem leitað var á.“Mestmegnis neysluskammtarÁ Secret Solstice hátíðinni komu upp á sjötta tug mála þar sem lögreglan lagði hald á ólögleg fíkniefni eftir leit á tónleikagestum að sögn Friðriks Smára. „Um er að ræða lítið magn í hvert sinn eða svokallaða neysluskammta,“ bætir hann við. Hann segir fjóra sem voru handteknir hafa verið með svo mikið magn að grunur leiki á um að þeir hafi ætlað að selja fíkniefni á hátíðinni. Ingvar Smári Birgisson, formaður Samtaka ungra Sjálfstæðismanna, gagnrýndi einnig störf lögreglu, að við leit af fíkniefnum á hátíðum eins og Secret Solstice finnist helst neysluskammtar, brot sem brennimerki ungt fólk til framtíðar. „Ég ætla ekki að láta eins og vinnuaðferðir lögreglunnar á Secret Solstice komi mér eitthvað á óvart. Í svona vinnuaðferðum, þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn leita á fólki í þeirri von að finna smáskammta af fíkniefnum, kristallast hversu rangt stríðið gegn fíkniefnum er. Þarna er ekki verið að taka niður stórtæka dópsala, heldur er verið að setja ungt fólk á sakaskrá, sem mun þá vera brennimerkt sem glæpamenn í augum kerfisins,“ segir hann á Facebook-síðu sinni. Friðrik Smári segir að flest efni sem lögreglan lagði hald á hafi verið svokölluð „hörð efni“. Leita á fólki sem þeir grunaFriðrik Smári segir að lögreglumenn á hátíðinni hafa leitað á fólki sem þeir hafi grunað um að vera með fíkniefni í sínum fórum. „Leitir lögreglu eru byggðar á grun og voru, eins og áður sagði, í öllum tilvikum gerðar með samþykki leitarþola. Grunur lögreglu um refsiverða háttsemi getur vaknað með ýmsum hætti og ekki hægt að telja slíkt upp með tæmandi hætti,“ segir hann. Engir lögregluhundar voru notaðir við eftirlit á hátíðinni. Friðrik Smári vildi ennfremur ekki upplýsa um fjölda lögreglumenna sem störfuðu við hátíðina. Flest fíkniefnamálin sem komu upp á tónleikunum voru afgreidd á staðnum að sögn Friðriks Smára. „En í nokkrum tilvikum voru sakborningar handteknir og færðir á lögreglustöð til skýrslutöku.“ Friðrik Smári segir að lögreglan hafi fengið ábendingar að fíkniefnasalar ætluðu að beina sjónum sínum að hátíðinni. „Tónlistarhátíð sem þessi er slíkur atburður sem fíkniefnasalar beina sjónum sínum að, enda markhópur þeirra aðallega ungt fólk. Ábendingar þess efnis höfðu einnig borist lögreglu. Leyfi fyrir tónleikunum var háð því að löggæslu skyldi haldið uppi á og við svæðið. Ekki verður gefinn upp fjöldi lögreglumanna sem við störf voru. Samstarf við tónleikahaldara var til fyrirmyndar,“ og bætir því við að hátíðin hafi gengið ótrúlega vel fyrir sig. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Leitir lögreglu eru byggðar á grun,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjón lögregluembættisins á höfuðborgarsvæðinu, um fíkniefnaleit á einstaklingum. Mikil umræða hefur skapast um leitaraðferðir lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fór fram um helgina. Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar – samtaka um borgarleg réttindi, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt aðferðir lögreglumanna við fíkniefnaleit. Hún fór á hátíðina til þess að fylgjast með störfum lögreglumanna. Hún segir frá því að hún hafi séð tíu óeinkennisklædda leita á ungu fólki. „Mér fannst aðferðirnar vera ógnandi. Ég tók ekki eftir því að neinum væru kynnt sín réttindi. Lögreglumennirnir komu einfaldlega upp að fólki og þremur sekúndum seinna var fólkið búið að rétta út hendurnar og lögreglan farin að leita í vösum fólksins,“ útskýrir hún og bætir við: „Eftir að hafa fylgst með þessu fékk ég á tilfinninguna að lögreglan væri að spila inn á þekkingaleysi ungs fólks á réttindum sínum.“ Júlía segir ennfremur að leitað hafi verið á tónleikagestum fyrir framan aðra, að þeir hafi ekki verið teknir afsíðis. Júlía tók ekki eftir því að neinn tónleikagestur hafi verið tekinn með fíkniefni. Hún segist hafa séð lögreglumenn leitað á um tuttugu til þrjátíu manns án þess að finna neitt. Friðrik Smári nefnir svipaða tölu, hann segir að leitað hafi verið á um 30 manns án þess að fíkniefni hafi fundist á þeim.Telur þetta ekki standa stjórnarskrá Júlía telur leit lögreglu ekki standast Stjórnarskrána og bendir sérstaklega á 71. greinina sem hljóðar svo„Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild.“ Friðrik Smári segir lögregluna meðal annars sækja heimildir sínar til lögreglulaga nr. 90/1996. Þar segir:„17. gr. Leit á mönnum.1. Lögreglu er heimilt ef ástæða er til að leita að vopnum eða öðrum hættulegum munum á hverjum þeim sem fjarlægður er eða handtekinn af lögreglu.2. Sé maður vistaður í fangageymslu er lögreglu heimilt að leita á honum og taka til varðveislu muni sem hann hefur á sér og hann getur notað til þess að vinna tjón á sjálfum sér eða öðrum. Ef ástand manns eða aðstæður að öðru leyti gefa tilefni til er heimilt að taka af honum peninga og muni sem hann hefur á sér og hætta þykir á að geti skemmst, eyðilagst eða glatast.“Friðrik Smári vísar einnig til laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þar segir um líkamsleit, í 78. grein:„Líkamsleit skv. 1. eða 2. mgr. 76. gr. skal ákveðin með úrskurði dómara nema fyrir liggi ótvírætt samþykki þess sem í hlut á. Þó er líkamsleit skv. 1. mgr. 76. gr. heimil án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum.“ Hann segir að allir sem leitað var á hafa veitt samþykki sitt. „Í um 30 tilvikum leiddi leit lögreglu á einstaklingum ekki til haldlagningar ólöglegra efna. Í öllum framangreindum tilvikum voru leitir lögreglu framkvæmdar með samþykki þess sem leitað var á.“Mestmegnis neysluskammtarÁ Secret Solstice hátíðinni komu upp á sjötta tug mála þar sem lögreglan lagði hald á ólögleg fíkniefni eftir leit á tónleikagestum að sögn Friðriks Smára. „Um er að ræða lítið magn í hvert sinn eða svokallaða neysluskammta,“ bætir hann við. Hann segir fjóra sem voru handteknir hafa verið með svo mikið magn að grunur leiki á um að þeir hafi ætlað að selja fíkniefni á hátíðinni. Ingvar Smári Birgisson, formaður Samtaka ungra Sjálfstæðismanna, gagnrýndi einnig störf lögreglu, að við leit af fíkniefnum á hátíðum eins og Secret Solstice finnist helst neysluskammtar, brot sem brennimerki ungt fólk til framtíðar. „Ég ætla ekki að láta eins og vinnuaðferðir lögreglunnar á Secret Solstice komi mér eitthvað á óvart. Í svona vinnuaðferðum, þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn leita á fólki í þeirri von að finna smáskammta af fíkniefnum, kristallast hversu rangt stríðið gegn fíkniefnum er. Þarna er ekki verið að taka niður stórtæka dópsala, heldur er verið að setja ungt fólk á sakaskrá, sem mun þá vera brennimerkt sem glæpamenn í augum kerfisins,“ segir hann á Facebook-síðu sinni. Friðrik Smári segir að flest efni sem lögreglan lagði hald á hafi verið svokölluð „hörð efni“. Leita á fólki sem þeir grunaFriðrik Smári segir að lögreglumenn á hátíðinni hafa leitað á fólki sem þeir hafi grunað um að vera með fíkniefni í sínum fórum. „Leitir lögreglu eru byggðar á grun og voru, eins og áður sagði, í öllum tilvikum gerðar með samþykki leitarþola. Grunur lögreglu um refsiverða háttsemi getur vaknað með ýmsum hætti og ekki hægt að telja slíkt upp með tæmandi hætti,“ segir hann. Engir lögregluhundar voru notaðir við eftirlit á hátíðinni. Friðrik Smári vildi ennfremur ekki upplýsa um fjölda lögreglumenna sem störfuðu við hátíðina. Flest fíkniefnamálin sem komu upp á tónleikunum voru afgreidd á staðnum að sögn Friðriks Smára. „En í nokkrum tilvikum voru sakborningar handteknir og færðir á lögreglustöð til skýrslutöku.“ Friðrik Smári segir að lögreglan hafi fengið ábendingar að fíkniefnasalar ætluðu að beina sjónum sínum að hátíðinni. „Tónlistarhátíð sem þessi er slíkur atburður sem fíkniefnasalar beina sjónum sínum að, enda markhópur þeirra aðallega ungt fólk. Ábendingar þess efnis höfðu einnig borist lögreglu. Leyfi fyrir tónleikunum var háð því að löggæslu skyldi haldið uppi á og við svæðið. Ekki verður gefinn upp fjöldi lögreglumanna sem við störf voru. Samstarf við tónleikahaldara var til fyrirmyndar,“ og bætir því við að hátíðin hafi gengið ótrúlega vel fyrir sig.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent