„Það panikka allir“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2014 19:56 Arnar og Selma segja geðshræringuna hafa verið mikla á torginu þegar sprengjuhótunin barst. MYND/AÐSEND „Þetta var auðvitað bara skelfilegt. Ég var mjög hrædd,“ segir Selma Waagfjörð en hún var stödd á Damtorgi í Amsterdam þegar hollenska lögreglan rýmdi nærumhverfi þess í kjölfar sprengjuhótunar sem henni barst skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Fátt er vitað að svo stöddu um hvað liggur að baki hótuninni en ályktað hefur verið að hún hafi beinst gegn eiganda byggingavöruverslunarinnar De Bijenkorf sem stendur við torgið. Selma og Arnar kærasti hennar eru þessa dagana að heimsækja borgina og voru þau stödd á kaffihúsi við torgið þegar þau heyrðu fjölda sírena nálgast. „Fljótlega fóru að streyma inn á torgið sjúkra-, slökkviliðs- og lögreglubílar og tóku að loka að öllum komuleiðum að torginu og vísa frá umferð,“ segir Selma í samtali við Vísi Mikið af fólki hafi verið á torginu þegar atburðarásin hófst og enginn hafi vitað hvað á sig stóð veðrið. „Þá tók einn lögreglumaðurinn upp gjallarhorn og byrjaði að kalla eitthvað á hollensku en þá sá maður að mörgum varð töluvert bylt við. Síðan sagði hann á ensku: „Everybody get off the square now“ og það panikka allir. Fólk tók á rás af torginu og margir brustu í grát í geðshræringu,“ bætir Selma við. Lögreglumenn gengu á milli nærliggjandi húsa og sögðu húsráðendum og öðrum sem störfuðu í grennd við torgið að halda sig innandyra meðan rannsóknin málsins stóð yfir. Selma segir að þau Arnar hafi lítið fengið að vita fyrr en þau voru komin í örugga fjarlægð frá torginu þegar barþjónn á kaffihúsi í nágrenninu greindi þeim frá fyrrnefndri sprengjuhótun. Nú um klukkan 19:00 var umferð aftur hleypt um hluta Damtorgs en lögreglan er enn með töluverðan viðbúnað við torgið. Hér að neðan má sjá myndir af atburðarásinni í dag sem fólk hefur birt á samskiptamiðlum. had ik deze al getweet? Geblindeerde busjes kwamen met toeters en bellen aanrijden #bommelding pic.twitter.com/1YVxxguvgE— Ruben Koops (@rubenkoops) June 25, 2014 Wagens veiligheidsdiensten snellen naar Bijenkorf #bommelding pic.twitter.com/x5Y7CAfSA0— Ruben Koops (@rubenkoops) June 25, 2014 Heb de Dam nog nooit zo rustig gezien als nu. Ook deel Rokin afgezet. Iedereen blijft er gelaten onder pic.twitter.com/5qdvolt7ZA— RPA van de Crommert (@RichardCrommert) June 25, 2014 #Warmoesstraat #NoGoArea #BombWarning #Bijenkorf #Amsterdam Condomerie closed pic.twitter.com/LauHJt3dyJ— Condomerie (@Condomerie) June 25, 2014 Veel bekijks bij afsluiting Roking van publiek en Duitsers van NZ-lijn Bouwer Bögl #bijenkorf #bommelding pic.twitter.com/3efL2ZMLNo— Ruben Koops (@rubenkoops) June 25, 2014 Monument op de Dam flink afgezet. #damstraat #bommelding pic.twitter.com/y1aJG9HgUq— Vincent van Rijn (@Vincent_AT5) June 25, 2014 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
„Þetta var auðvitað bara skelfilegt. Ég var mjög hrædd,“ segir Selma Waagfjörð en hún var stödd á Damtorgi í Amsterdam þegar hollenska lögreglan rýmdi nærumhverfi þess í kjölfar sprengjuhótunar sem henni barst skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Fátt er vitað að svo stöddu um hvað liggur að baki hótuninni en ályktað hefur verið að hún hafi beinst gegn eiganda byggingavöruverslunarinnar De Bijenkorf sem stendur við torgið. Selma og Arnar kærasti hennar eru þessa dagana að heimsækja borgina og voru þau stödd á kaffihúsi við torgið þegar þau heyrðu fjölda sírena nálgast. „Fljótlega fóru að streyma inn á torgið sjúkra-, slökkviliðs- og lögreglubílar og tóku að loka að öllum komuleiðum að torginu og vísa frá umferð,“ segir Selma í samtali við Vísi Mikið af fólki hafi verið á torginu þegar atburðarásin hófst og enginn hafi vitað hvað á sig stóð veðrið. „Þá tók einn lögreglumaðurinn upp gjallarhorn og byrjaði að kalla eitthvað á hollensku en þá sá maður að mörgum varð töluvert bylt við. Síðan sagði hann á ensku: „Everybody get off the square now“ og það panikka allir. Fólk tók á rás af torginu og margir brustu í grát í geðshræringu,“ bætir Selma við. Lögreglumenn gengu á milli nærliggjandi húsa og sögðu húsráðendum og öðrum sem störfuðu í grennd við torgið að halda sig innandyra meðan rannsóknin málsins stóð yfir. Selma segir að þau Arnar hafi lítið fengið að vita fyrr en þau voru komin í örugga fjarlægð frá torginu þegar barþjónn á kaffihúsi í nágrenninu greindi þeim frá fyrrnefndri sprengjuhótun. Nú um klukkan 19:00 var umferð aftur hleypt um hluta Damtorgs en lögreglan er enn með töluverðan viðbúnað við torgið. Hér að neðan má sjá myndir af atburðarásinni í dag sem fólk hefur birt á samskiptamiðlum. had ik deze al getweet? Geblindeerde busjes kwamen met toeters en bellen aanrijden #bommelding pic.twitter.com/1YVxxguvgE— Ruben Koops (@rubenkoops) June 25, 2014 Wagens veiligheidsdiensten snellen naar Bijenkorf #bommelding pic.twitter.com/x5Y7CAfSA0— Ruben Koops (@rubenkoops) June 25, 2014 Heb de Dam nog nooit zo rustig gezien als nu. Ook deel Rokin afgezet. Iedereen blijft er gelaten onder pic.twitter.com/5qdvolt7ZA— RPA van de Crommert (@RichardCrommert) June 25, 2014 #Warmoesstraat #NoGoArea #BombWarning #Bijenkorf #Amsterdam Condomerie closed pic.twitter.com/LauHJt3dyJ— Condomerie (@Condomerie) June 25, 2014 Veel bekijks bij afsluiting Roking van publiek en Duitsers van NZ-lijn Bouwer Bögl #bijenkorf #bommelding pic.twitter.com/3efL2ZMLNo— Ruben Koops (@rubenkoops) June 25, 2014 Monument op de Dam flink afgezet. #damstraat #bommelding pic.twitter.com/y1aJG9HgUq— Vincent van Rijn (@Vincent_AT5) June 25, 2014
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira