Innlent

Hitinn gæti farið upp í 19 gráður í dag

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Gott veður í dag.
Gott veður í dag. Mynd/veðurstofa
Hitinn gæti farið hátt í tuttugu gráður í dag, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Heitast verður á Kirkjubæjarklastri, og gæti hitinn náð 19 gráðum þar klukkan í dag, samkvæmt veðurkorti Veðurstofunnar.

Hlýjast verður sunnarlega á landinu. Hitinn gæti farið í 17 gráðu í Árnesi. Á höfuðborgarsvæðinu verður um 14 gráðu hiti frameftir deginum. Sólríkt verður víða um land, að undanskildu Austurlandi, en stöku skúrir gætu gert vart um sig í kringum Egilsstaði.

Á morgun verður skýjað víða um land og byrjar að rigna á Norðurlandi, samkvæmt veðurspánni. Hitinn verður mestur fyrir austan, en gert er ráð fyrir 15 stiga hita þar. Veðurspá næstu viku lítur svona út:

Á mánudag:

Sunnan 8-13 m/s og rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast NA-lands. 

Á þriðjudag:

Sunnan 10-18 m/s og rigning. Talsverð eða mikil úrkoma um landið S-vert. Hiti breytist lítið. 

Á miðvikudag:

Snýst í norðlæga átt 10-15 m/s, en hægari A-til á landinu. Rigning eða skúrir víða um land. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast syðst. 

Á fimmtudag:

Norðvestan 8-15 m/s, hvassast við N-ströndina. Rigning, en þurrt um landið S-vert. Hiti svipaður. 

Á föstudag:

Útlit fyrir svala norðanátt með vætu um landið N-vert, en léttskýjað að mestu syðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×