Innlent

Pyndingaraðgerð á Austurvelli

Aðgerðin hefst klukkan þrjú á Austurvelli.
Aðgerðin hefst klukkan þrjú á Austurvelli.
Klukkan þrjú í dag heldur Ungliðahreyfing Amnesty International svokallaða pyndingaaðgerð á Austurvell. Þetta er í þriðja sinn sem hreyfingin heldur slíka aðgerð og í ár vill hún vekja athygli á „hylmingu ríkisstjórna yfir pyndingum með táknrænni aðgerð og undirskriftasöfnun,“ eins og segir í fréttatilkynningu frá Amnesty International.

„Safnast verður saman fyrir framan styttu Jóns Sigurðssonar klukkan 15:00 með efni bundið fyrir augun sem á stendur ,,Ekki loka augunum”. Einnig verður á staðnum búr þar sem inni mun sitja einstaklingur sem mun líta út fyrir að hafa verið pyndaður. Að auki býðst fólki tækifæri á að skrifa undir hvatningu til ríkisstjórnar Íslands að fullgilda valfrjálsan viðauka við samning SÞ gegn pyndingum og á aðgerðarkort vegna máls Moses frá Nígeríu en hann var handtekinn af lögreglu aðeins 16 ára gamall og að eigin sögn pyndaður á hrottafenginn hátt í varðhaldi og þvingaður til að játa á sig símaþjófnað. Í nóvember 2013, eftir átta ára bið eftir dómi, var Moses dæmdur til dauða.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×