Innlent

Eldur í Hafnarfirði: Kviknaði í ruslahaug og vinnuvél

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá þykka reykinn sem stígur upp frá eldinum.
Hér má sjá þykka reykinn sem stígur upp frá eldinum.
Uppfært klukkan 15:19

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur slökkvilið nú slökkt eldinn. Slökkviliðsmenn voru fljótir á vettvang. Sprengihætta skapaðist, að sögn sjónarvotta.

Fréttin leit áður svo út:

Eldur hefur brotist út við fyrirtækið Furu við Hringhellu í Hafnarfirði. Þykkan svartan reyk leggur yfir hverfið og er eldurinn búinn að læsa sig í vinnuvél þarna hjá. Svo virðist sem kviknað hafi í ruslahaug og magnast eldurinn með hverri sekúndu sem líður, að sögn sjónarvottar.

Að sögn sjónarvottar taldi lögregla og slökkvilið að sprengihætta gæti skapast og voru allir viðstaddir beðnir að yfirgefa svæðið.

Tveir lögreglubílar og sjúkrabíll eru komnir af staðinn.

„Það rýkur töluvert frá þessu. Við erum að leggja vatnslagnir og gera allt klárt,“ voru svörin þegar blaðamaður hafði samband við Slökkvistöðina í Skógarhlíð.

Ekki er hægt að segja til um hvort fólk sé í hættu vegna elsins að svö stöddu, því ekki er vitað hvaða efni leynist í ruslahaugnum, að sögn slökkviliðsins. Bílar frá slökkvistöðvunum í Hafnarfirði og í Skógarhlíð hafa verið kallaðir út. Að sögn slökkviliðsins hafa margir haft samband vegna brunans.

Vísir mun halda áfram að færa fréttir af brunanum og verður þessi frétt uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.

Hér má sjá reykinn, í fjarska. Hann er þykkur og hafa nokkrir haft samband við fréttastofu Vísis vegna málsins.
Eldurinn breiðist hratt út að sögn sjónarvotta.
Hér má sjá reykinn enn betur.Vísir/Daníel
Reykurinn er þykkur og svartur.Vísir/HG



Fleiri fréttir

Sjá meira


×