Innlent

Líkamsárárs í Austurstræti

Randver Kári Randversson skrifar
Vísir/Vilhelm
Karlmaður á þrítugsaldri nefbrotnaði og hlaut áverka í andliti eftir að hann var sleginn og síðan sparkað í hann liggjandi í Austurstræti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Sjúkrabifreið var kölluð á vettvang og var sá slasaði fluttur á slysadeild.  Árásarmaðurinn karlmaður á fertugsaldri var skömmu síðar handtekinn í miðbænum eftir greinagóða lýsingu vitna. Mönnunum mun hafa lent saman inni á skemmtistað skömmu áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×