Stöðvum stríðsnauðganir Stuart Gill skrifar 10. júní 2014 00:00 Beiting kynferðisofbeldis í stríði er meðal alvarlegustu mannréttindabrota sem eiga sér stað á okkar dögum. Það er erfitt að skjalfesta sannanir um það og enn erfiðara að rannsaka það. Fremjendur slíkra brota eira engu, því þetta snýst ekki um kynlíf heldur ofbeldi, drottnun og að útbreiða ótta og skelfingu. Það gengur ekki lengur að maður með byssu fyrirskipi eða fremji nauðgun og komist upp með það refsingarlaust vegna þess að glæpurinn var framinn í stríði. Rétt eins og þjóðir heims gátu komið sér saman um að úthýsa jarðsprengjum af vígvöllum mun heimsbyggðin nú verða að koma sér saman um að binda enda á beitingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum. Dagana tíunda til þrettánda júní munu breski utanríkisráðherrann William Hague og sérlegur erindreki SÞ, Angelina Jolie, verða gestgjafar alþjóðlegrar ráðstefnu sem markar hápunkt hnattrænnar herferðar sem helguð er þessu markmiði. Ráðstefnan ber yfirskriftina Global Summit to End Sexual Violence in Conflict. Hana munu sækja fulltrúar ríkisstjórna, borgarasamtaka, herja og dómskerfa mikils fjölda landa úr öllum heimsálfum. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda verður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Almenningi er líka boðið að taka virkan þátt. Úti um allan heim mun fólk sameinast um kröfuna um að nauðganir og kynferðisofbeldi verði fjarlægt úr vopnabúri grimmdarinnar. Sá stuðningur sem Íslendingar hafa veitt þessari herferð er dýrmætur. Eftir hádegið í dag munu forsætisráðherra og fleiri ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands, ásamt mörgu fleira fólki, standa með mér í Breska sendiráðinu að því að lýsa samstöðu þjóða okkar í baráttunni gegn kynferðisofbeldi í stríði. Hver sá sem þetta les er líka hvattur til að taka þátt. Að lestri þessa greinarstúfs loknum hvet ég þig, lesandi góður, til að fara á Youtube og horfa þar á stuttmyndina Don‘t believe the thumbnail, this is the stuff for nightmares. Hún sýnir hrylling nauðgana og kynferðisofbeldis frá sjónarhóli barns á einu af ótal átakasvæðum heimsins. Ég er viss um að það mun breyta heimsmynd þinni að horfa á þessa mynd. Þú getur svo tekið þátt í umræðunni á samfélagsmiðlum undir #TimeToAct og fylgst með á Facebook- og Twitter-síðum sendiráðsins undir notandanafninu ukiniceland. Láttu orðið berast meðal vina og vandamanna, og legðu þitt af mörkum til að binda enda á þessa hroðalegu glæpi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Beiting kynferðisofbeldis í stríði er meðal alvarlegustu mannréttindabrota sem eiga sér stað á okkar dögum. Það er erfitt að skjalfesta sannanir um það og enn erfiðara að rannsaka það. Fremjendur slíkra brota eira engu, því þetta snýst ekki um kynlíf heldur ofbeldi, drottnun og að útbreiða ótta og skelfingu. Það gengur ekki lengur að maður með byssu fyrirskipi eða fremji nauðgun og komist upp með það refsingarlaust vegna þess að glæpurinn var framinn í stríði. Rétt eins og þjóðir heims gátu komið sér saman um að úthýsa jarðsprengjum af vígvöllum mun heimsbyggðin nú verða að koma sér saman um að binda enda á beitingu kynferðisofbeldis í stríðsátökum. Dagana tíunda til þrettánda júní munu breski utanríkisráðherrann William Hague og sérlegur erindreki SÞ, Angelina Jolie, verða gestgjafar alþjóðlegrar ráðstefnu sem markar hápunkt hnattrænnar herferðar sem helguð er þessu markmiði. Ráðstefnan ber yfirskriftina Global Summit to End Sexual Violence in Conflict. Hana munu sækja fulltrúar ríkisstjórna, borgarasamtaka, herja og dómskerfa mikils fjölda landa úr öllum heimsálfum. Fulltrúi íslenskra stjórnvalda verður Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Almenningi er líka boðið að taka virkan þátt. Úti um allan heim mun fólk sameinast um kröfuna um að nauðganir og kynferðisofbeldi verði fjarlægt úr vopnabúri grimmdarinnar. Sá stuðningur sem Íslendingar hafa veitt þessari herferð er dýrmætur. Eftir hádegið í dag munu forsætisráðherra og fleiri ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands, ásamt mörgu fleira fólki, standa með mér í Breska sendiráðinu að því að lýsa samstöðu þjóða okkar í baráttunni gegn kynferðisofbeldi í stríði. Hver sá sem þetta les er líka hvattur til að taka þátt. Að lestri þessa greinarstúfs loknum hvet ég þig, lesandi góður, til að fara á Youtube og horfa þar á stuttmyndina Don‘t believe the thumbnail, this is the stuff for nightmares. Hún sýnir hrylling nauðgana og kynferðisofbeldis frá sjónarhóli barns á einu af ótal átakasvæðum heimsins. Ég er viss um að það mun breyta heimsmynd þinni að horfa á þessa mynd. Þú getur svo tekið þátt í umræðunni á samfélagsmiðlum undir #TimeToAct og fylgst með á Facebook- og Twitter-síðum sendiráðsins undir notandanafninu ukiniceland. Láttu orðið berast meðal vina og vandamanna, og legðu þitt af mörkum til að binda enda á þessa hroðalegu glæpi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar