Innlent

Gekk berserksgang í miðbænum

mynd úr safni
Ráðist var á mann í miðborginni um kvöldmatarleytið og hann sleginn í jörðina. Áverkar hans reyndust ekki alvarlegir en hann vissi hver árásarmaðurinn var.

Það var svo um tíu leitið í gærkvöldi að lögreglu var tilkynnt um að maður væri að ógna fólki með grjóthnullungi á hafnarsvæðinu, án þess þó að nokkur hlyti skaða af.

Hann var einnig sparka þar í bíla með tilheyrandi skemmdum. Kom þá í ljós að þetta var árásarmaðurinn frá því fyrr um kvöldið og var hann vistaður í fangageymslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×