Aldrei sést meira af höfuðóvini birkisins Svavar Hávarðsson skrifar 11. júní 2014 09:19 Hlýtt vor veldur því að kjöraðstæður eru fyrir birkikembu. Mynd/Erling Ólafsson Aldrei hefur sést eins mikið af smáfiðrildinu birkikembu frá því að það fannst fyrst hér á landi árið 2005. Fiðrildið veldur miklum skaða á birki. Hlýju og góðu vori er um að kenna. Minna er hægt að fullyrða um viðgang geitunga, en þeir gerðu þegar vart við sig í maí. Frá þessu greinir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), spurður um hvort merkja megi áhrif óvenjulega hagstæðs tíðarfars á smádýralífið hér á landi. „Það er helst að ég búist við ljótum ummerkjum á birki í görðum okkar nú þegar líður á mánuðinn. Það hefur nefnilega aldrei sést eins mikið af þessu smáfiðrildi og þetta vorið, þegar það var að verpa á birkibrumin. Lirfur birkikembunnar eru nú á fullu gasi við að éta innan úr laufum birkitrjánna svo eftir standa sölnaðir brúnir belgir á greinum,“ segir Erling. Hann segir að þrátt fyrir miklar skemmdir þar sem fiðrildið nær sér helst á strik muni flest birkitrén ná sér þegar líður á sumarið. Birkikembu varð fyrst vart í Hveragerði árið 2005. Í fyrravor var ljóst orðið að fiðrildinu hafði vaxið mjög ásmegin og fannst víða í Reykjavík og suður í Hafnarfjörð. Auk þess var það mætt til leiks í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði og í görðum á Selfossi. Í vor var sagt frá því í fréttum að mikið sást af fiðrildinu í Fossvogi.Allt morar af þessari stórtæku laufátu í austurhluta borgarinnar, og reyndar víðarMynd/Erling ÓlafssonÞeir sem búa í austurhluta Reykjavíkur, og reyndar mun víðar í borginni, hafa orðið varir við bjölluna asparglyttu, en eins og birkikemban getur hún valdið miklum skaða á trjám. Það fer ekkert á milli mála hvar hún fer um, en Erling segir að sums staðar mori allt af þessari annars afar fallegu laufbjöllu. Hún er kúpt, skelin er hágljáandi og slær á hana breytilegum litum, grænum, blágrænum, fjólubláum, allt eftir því hvernig ljósið fellur á, eins og útskýrt er á pödduvef NÍ. Flestir líta með meiri áhyggjum til þess að hlýtt vor geti orðið til þess að geitungar nái sér verulega á strik, en þeir eru óvíða aufúsugestir. „Ég hef lært að spá ekki um gengi geitunga. Þeir geta verið ólíkindatól sem taka stefnu á annan veg en maður spáir,“ segir Erling. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira
Aldrei hefur sést eins mikið af smáfiðrildinu birkikembu frá því að það fannst fyrst hér á landi árið 2005. Fiðrildið veldur miklum skaða á birki. Hlýju og góðu vori er um að kenna. Minna er hægt að fullyrða um viðgang geitunga, en þeir gerðu þegar vart við sig í maí. Frá þessu greinir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), spurður um hvort merkja megi áhrif óvenjulega hagstæðs tíðarfars á smádýralífið hér á landi. „Það er helst að ég búist við ljótum ummerkjum á birki í görðum okkar nú þegar líður á mánuðinn. Það hefur nefnilega aldrei sést eins mikið af þessu smáfiðrildi og þetta vorið, þegar það var að verpa á birkibrumin. Lirfur birkikembunnar eru nú á fullu gasi við að éta innan úr laufum birkitrjánna svo eftir standa sölnaðir brúnir belgir á greinum,“ segir Erling. Hann segir að þrátt fyrir miklar skemmdir þar sem fiðrildið nær sér helst á strik muni flest birkitrén ná sér þegar líður á sumarið. Birkikembu varð fyrst vart í Hveragerði árið 2005. Í fyrravor var ljóst orðið að fiðrildinu hafði vaxið mjög ásmegin og fannst víða í Reykjavík og suður í Hafnarfjörð. Auk þess var það mætt til leiks í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði og í görðum á Selfossi. Í vor var sagt frá því í fréttum að mikið sást af fiðrildinu í Fossvogi.Allt morar af þessari stórtæku laufátu í austurhluta borgarinnar, og reyndar víðarMynd/Erling ÓlafssonÞeir sem búa í austurhluta Reykjavíkur, og reyndar mun víðar í borginni, hafa orðið varir við bjölluna asparglyttu, en eins og birkikemban getur hún valdið miklum skaða á trjám. Það fer ekkert á milli mála hvar hún fer um, en Erling segir að sums staðar mori allt af þessari annars afar fallegu laufbjöllu. Hún er kúpt, skelin er hágljáandi og slær á hana breytilegum litum, grænum, blágrænum, fjólubláum, allt eftir því hvernig ljósið fellur á, eins og útskýrt er á pödduvef NÍ. Flestir líta með meiri áhyggjum til þess að hlýtt vor geti orðið til þess að geitungar nái sér verulega á strik, en þeir eru óvíða aufúsugestir. „Ég hef lært að spá ekki um gengi geitunga. Þeir geta verið ólíkindatól sem taka stefnu á annan veg en maður spáir,“ segir Erling.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Sjá meira