Aldrei sést meira af höfuðóvini birkisins Svavar Hávarðsson skrifar 11. júní 2014 09:19 Hlýtt vor veldur því að kjöraðstæður eru fyrir birkikembu. Mynd/Erling Ólafsson Aldrei hefur sést eins mikið af smáfiðrildinu birkikembu frá því að það fannst fyrst hér á landi árið 2005. Fiðrildið veldur miklum skaða á birki. Hlýju og góðu vori er um að kenna. Minna er hægt að fullyrða um viðgang geitunga, en þeir gerðu þegar vart við sig í maí. Frá þessu greinir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), spurður um hvort merkja megi áhrif óvenjulega hagstæðs tíðarfars á smádýralífið hér á landi. „Það er helst að ég búist við ljótum ummerkjum á birki í görðum okkar nú þegar líður á mánuðinn. Það hefur nefnilega aldrei sést eins mikið af þessu smáfiðrildi og þetta vorið, þegar það var að verpa á birkibrumin. Lirfur birkikembunnar eru nú á fullu gasi við að éta innan úr laufum birkitrjánna svo eftir standa sölnaðir brúnir belgir á greinum,“ segir Erling. Hann segir að þrátt fyrir miklar skemmdir þar sem fiðrildið nær sér helst á strik muni flest birkitrén ná sér þegar líður á sumarið. Birkikembu varð fyrst vart í Hveragerði árið 2005. Í fyrravor var ljóst orðið að fiðrildinu hafði vaxið mjög ásmegin og fannst víða í Reykjavík og suður í Hafnarfjörð. Auk þess var það mætt til leiks í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði og í görðum á Selfossi. Í vor var sagt frá því í fréttum að mikið sást af fiðrildinu í Fossvogi.Allt morar af þessari stórtæku laufátu í austurhluta borgarinnar, og reyndar víðarMynd/Erling ÓlafssonÞeir sem búa í austurhluta Reykjavíkur, og reyndar mun víðar í borginni, hafa orðið varir við bjölluna asparglyttu, en eins og birkikemban getur hún valdið miklum skaða á trjám. Það fer ekkert á milli mála hvar hún fer um, en Erling segir að sums staðar mori allt af þessari annars afar fallegu laufbjöllu. Hún er kúpt, skelin er hágljáandi og slær á hana breytilegum litum, grænum, blágrænum, fjólubláum, allt eftir því hvernig ljósið fellur á, eins og útskýrt er á pödduvef NÍ. Flestir líta með meiri áhyggjum til þess að hlýtt vor geti orðið til þess að geitungar nái sér verulega á strik, en þeir eru óvíða aufúsugestir. „Ég hef lært að spá ekki um gengi geitunga. Þeir geta verið ólíkindatól sem taka stefnu á annan veg en maður spáir,“ segir Erling. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Aldrei hefur sést eins mikið af smáfiðrildinu birkikembu frá því að það fannst fyrst hér á landi árið 2005. Fiðrildið veldur miklum skaða á birki. Hlýju og góðu vori er um að kenna. Minna er hægt að fullyrða um viðgang geitunga, en þeir gerðu þegar vart við sig í maí. Frá þessu greinir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), spurður um hvort merkja megi áhrif óvenjulega hagstæðs tíðarfars á smádýralífið hér á landi. „Það er helst að ég búist við ljótum ummerkjum á birki í görðum okkar nú þegar líður á mánuðinn. Það hefur nefnilega aldrei sést eins mikið af þessu smáfiðrildi og þetta vorið, þegar það var að verpa á birkibrumin. Lirfur birkikembunnar eru nú á fullu gasi við að éta innan úr laufum birkitrjánna svo eftir standa sölnaðir brúnir belgir á greinum,“ segir Erling. Hann segir að þrátt fyrir miklar skemmdir þar sem fiðrildið nær sér helst á strik muni flest birkitrén ná sér þegar líður á sumarið. Birkikembu varð fyrst vart í Hveragerði árið 2005. Í fyrravor var ljóst orðið að fiðrildinu hafði vaxið mjög ásmegin og fannst víða í Reykjavík og suður í Hafnarfjörð. Auk þess var það mætt til leiks í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði og í görðum á Selfossi. Í vor var sagt frá því í fréttum að mikið sást af fiðrildinu í Fossvogi.Allt morar af þessari stórtæku laufátu í austurhluta borgarinnar, og reyndar víðarMynd/Erling ÓlafssonÞeir sem búa í austurhluta Reykjavíkur, og reyndar mun víðar í borginni, hafa orðið varir við bjölluna asparglyttu, en eins og birkikemban getur hún valdið miklum skaða á trjám. Það fer ekkert á milli mála hvar hún fer um, en Erling segir að sums staðar mori allt af þessari annars afar fallegu laufbjöllu. Hún er kúpt, skelin er hágljáandi og slær á hana breytilegum litum, grænum, blágrænum, fjólubláum, allt eftir því hvernig ljósið fellur á, eins og útskýrt er á pödduvef NÍ. Flestir líta með meiri áhyggjum til þess að hlýtt vor geti orðið til þess að geitungar nái sér verulega á strik, en þeir eru óvíða aufúsugestir. „Ég hef lært að spá ekki um gengi geitunga. Þeir geta verið ólíkindatól sem taka stefnu á annan veg en maður spáir,“ segir Erling.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira