Innlent

Leita á víðara svæði

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Kolbrún Magnúsdóttir
Fundur stendur nú yfir þar sem leit að íslenskri konu sem hefur verið týnd frá því á laugardaginn, er skipulögð fyrir daginn. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á leitarsvæðið við Fljótshlíðina aftur, en til stendur að leita á víðara svæði en í gær.

Um 170 manns frá björgunarsveitum á Suður- og Suðvesturlandi tóku þátt í leitinni. Samkvæmt upplýsingum frá Slysasvarnarfélaginu Landsbjörgu voru fisflugvélar notaðar til leitarinnar í gær, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, kafarar frá Ríkislögreglustjóra og leitarhunda.

Leit stóð yfir fram á nótt allt til þrjú eða fjögur. „Einhverjir voru þó lengur og hópar byrjuðu leitina aftur í morgun. Það hefur verið leitað nánast samfleitt. Sumir leitarhópar hvíldu sig einungis í um tvo tíma,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.


Tengdar fréttir

Fannst látin í Bleiksárgljúfri

Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi og leit stendur yfir að íslenskri konu.

Leitarsvæðið stækkað

Um 80 manns taka nú þátt í leit að íslenskri konu sem hefur verið týnd frá því á laugardagskvöldið.

Erfið leitarskilyrði í Bleiksárgljúfri

Víðtæk leit stendur nú yfir að íslenskri konu í innanverðri Fljótshlíð í Rangárvallarsýslu, þar sem erlend vinkona hennar fannst látin í gær.

Leit heldur áfram í nótt

Um 170 manns taka þátt í leitinni en björgunarsveitir frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu byrjuðu smátt og smátt að tínast upp Fljótshlíðina upp úr hádegi í dag til að taka þátt í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×