Innlent

Leita á víðara svæði

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Kolbrún Magnúsdóttir

Fundur stendur nú yfir þar sem leit að íslenskri konu sem hefur verið týnd frá því á laugardaginn, er skipulögð fyrir daginn. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið á leitarsvæðið við Fljótshlíðina aftur, en til stendur að leita á víðara svæði en í gær.

Um 170 manns frá björgunarsveitum á Suður- og Suðvesturlandi tóku þátt í leitinni. Samkvæmt upplýsingum frá Slysasvarnarfélaginu Landsbjörgu voru fisflugvélar notaðar til leitarinnar í gær, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, kafarar frá Ríkislögreglustjóra og leitarhunda.

Leit stóð yfir fram á nótt allt til þrjú eða fjögur. „Einhverjir voru þó lengur og hópar byrjuðu leitina aftur í morgun. Það hefur verið leitað nánast samfleitt. Sumir leitarhópar hvíldu sig einungis í um tvo tíma,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.


Tengdar fréttir

Fannst látin í Bleiksárgljúfri

Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi og leit stendur yfir að íslenskri konu.

Leitarsvæðið stækkað

Um 80 manns taka nú þátt í leit að íslenskri konu sem hefur verið týnd frá því á laugardagskvöldið.

Erfið leitarskilyrði í Bleiksárgljúfri

Víðtæk leit stendur nú yfir að íslenskri konu í innanverðri Fljótshlíð í Rangárvallarsýslu, þar sem erlend vinkona hennar fannst látin í gær.

Leit heldur áfram í nótt

Um 170 manns taka þátt í leitinni en björgunarsveitir frá Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu byrjuðu smátt og smátt að tínast upp Fljótshlíðina upp úr hádegi í dag til að taka þátt í henni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.