Einar Boom stefnir íslenska ríkinu: Gæsluvarðhald olli kvíða, angist og vanlíðan Ingvar Haraldsson skrifar 13. júní 2014 13:26 Einar Boom segir andlegri heilsu hans hafa hrakað mjög eftir fimm mánaða gæsluvarðhald. vísir/anton brink Í dag var angi af skaðabótamáli Einars Inga Marteinsonar, einnig þekktur sem Einar Boom, gegn íslenska ríkinu þingfestur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Einar stefndi íslenska ríkinu vegna þess að hann sat í gæsluvarðhaldi í rúmlega fimm mánuði á fyrri hluta ársins 2012. Einar var á þeim tíma formaður íslensku mótorhjólasamtakanna Hells Angels. Hann var ákærður fyrir að eiga aðild að líkamsárás og kynferðisbroti en var sýknaður í Hæstarétti. Einar segist hafa orðið fyrir miklum skaða vegna rannsóknar lögreglu, handtöku, húsleitar á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Lögfræðingur Einars hefur beðið um að dómskvaddir matsmenn verði skipaðir til að úrskurða um hve miklum skaða gæsluvarðhaldið hefur valdið honum. Í matsbeiðninni segir að fangelsisvistin hafi tekið mjög á Einar: „Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.“ Það á einnig að hafa verið Einar mjög þungbært að vera sleppt úr gæsluvarðhaldi þann 6. júní en vera svo aftur hnepptur í gæsluvarðhald tveimur dögum síðar. Þar að auki segir:„Matsbeiðanda [Einari] leið verulega illa á meðan gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk matsbeiðandi ekki að hitta konu sína og börn.“ Því er bætt við að andlegu ástandi Einars hafi hrakað verulega þegar leiða á vistina. Hann hafi orðið þunglyndur og líklega með áfallastreyturöskun og svefntruflanir. Að lokum er því bætt við í matsbeiðninni að Einar þjáist nú af kæfisvefni sem hafi ekki verið raunin áður en hann var skipaður í gæsluvarðhald. Einar sé að bíða eftir öndunarvél til að hjálpa honum með svefn en hann hefur leitað aðstoðar sérfræðinga í svefnröskunum, lungnasérfræðinga og geðlækna vegna vandans. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Í dag var angi af skaðabótamáli Einars Inga Marteinsonar, einnig þekktur sem Einar Boom, gegn íslenska ríkinu þingfestur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Einar stefndi íslenska ríkinu vegna þess að hann sat í gæsluvarðhaldi í rúmlega fimm mánuði á fyrri hluta ársins 2012. Einar var á þeim tíma formaður íslensku mótorhjólasamtakanna Hells Angels. Hann var ákærður fyrir að eiga aðild að líkamsárás og kynferðisbroti en var sýknaður í Hæstarétti. Einar segist hafa orðið fyrir miklum skaða vegna rannsóknar lögreglu, handtöku, húsleitar á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Lögfræðingur Einars hefur beðið um að dómskvaddir matsmenn verði skipaðir til að úrskurða um hve miklum skaða gæsluvarðhaldið hefur valdið honum. Í matsbeiðninni segir að fangelsisvistin hafi tekið mjög á Einar: „Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.“ Það á einnig að hafa verið Einar mjög þungbært að vera sleppt úr gæsluvarðhaldi þann 6. júní en vera svo aftur hnepptur í gæsluvarðhald tveimur dögum síðar. Þar að auki segir:„Matsbeiðanda [Einari] leið verulega illa á meðan gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk matsbeiðandi ekki að hitta konu sína og börn.“ Því er bætt við að andlegu ástandi Einars hafi hrakað verulega þegar leiða á vistina. Hann hafi orðið þunglyndur og líklega með áfallastreyturöskun og svefntruflanir. Að lokum er því bætt við í matsbeiðninni að Einar þjáist nú af kæfisvefni sem hafi ekki verið raunin áður en hann var skipaður í gæsluvarðhald. Einar sé að bíða eftir öndunarvél til að hjálpa honum með svefn en hann hefur leitað aðstoðar sérfræðinga í svefnröskunum, lungnasérfræðinga og geðlækna vegna vandans.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira