Enski boltinn

West Brom búið að ráða þjálfara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Irvine stýrir West Brom á næstu leiktíð.
Irvine stýrir West Brom á næstu leiktíð. Vísir/Getty
Skotinn Alan Irvine verður næsti þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins West Brom, en þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag. Hann tekur við starfinu af Spánverjanum Pepe Mel.

Irvine, sem er 55 ára, gerði eins árs samning við West Brom. Hann var áður yfirmaður unglingastarfsins hjá Everton.

Irvine, sem lék á sínum tíma með Queen's Park, Everton, Crystal Palace, Dundee United og Blackburn, var áður þjálfari hjá Preston North End (2007-09) og Sheffield Wednesday (2010-11) með misjöfnum árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×