„Jón farsæll og góður borgarstjóri“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 16. júní 2014 19:02 „Jón Gnarr hefur verið farsæll og mjög góður borgarstjóri,“ segir Dagur B. Eggertsson sem tók við sem borgarstjóri í dag. Meirihlutinn í borgarstjórn treystir sér ekki til að starfa með Framsókn og flugvallavinum sem fá ekki sæti í helstu ráðum og nefndum borgarinnar.Dagur B. Eggertsson tók við borgarstjóraembættinu í dag af Jóni Gnarr sem setið hefur í embætti síðastliðin fjögur ár. Dagur verður 42ja ára gamall á fimmtudag og er 22. borgarstjóri í sögu Reykjavíkurborgar. Dagur kveðst taka stoltur við embættinu af Jóni Gnarr. „Það er augljóst strax að Jón mun skilja eftir sig spor, ekki bara í borgarstjórn heldur í allri pólitíkinni. Hann hefur verið farsæll, friðsæll og mjóg góður borgarstjóri,“ segir Dagur B. Eggertsson. Dagur og Jón hafa starfað náið saman síðastliðin fjögur ár. „Dagur sagði í sinni ræðu að hann hefði lært mikið af mér. Ég hef ekki lært síður mikið af honum. Þetta er búið að vera mjög ánægjulegt, krefjandi og lærdómsríkt tímabil,“ segir Jón Gnarr.Meirihlutinn treystir ekki Framsókn Fyrsti fundur borgarstjórnar fór fram í ráðhúsinu í dag og þar var kosið var í embætti, ráð og nefndir. Sóley Tómasdóttir var kjörin forseti borgarstjórnar og S. Björn Blöndal formaður borgarráðs. Framsókn og flugvallavinir fá ekki sæti í helstu ráðum og nefndum. Meirihlutinn gerði samkomulag við Sjálfstæðiflokkinn sem gerir það að verkum að Framsókn fær hvorki sæti í fimm manna nefndum né í stjórn fyrirtækja borgarinnar. Hvers vegna? „Okkur þykir Framsóknarflokkurinn ekki hafa sýnt að hann sé stjórntækur,“ segir S. Björn Blöndal. „Það eru ákveðnir hlutir sem komu fram í þeirra kosningabaráttu sem samrýmast ekki grundvallar mannréttindum og hugmyndum um að fjölbreytileiki eigi að fá að njóta sín. Meðan að Framsóknarflokkurinn hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum þá verður þetta svona.“Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallavina, segir í samtali við Morgunblaðið að þar með verði Framsókn eini flokkurinn í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn sé undir pilsfaldinum á meirihlutanum. Hún gefur lítið fyrir ummæli Björns um að flokkurinn sé óstjórntækur. „Ummæli hans dæma sig sjálf,“ segir Sveinbjörg. „Við ræddum við Sjálfstæðisflokkinn um hvort við myndum setja saman minnihlutalista og niðurstaðan var að gera það ekki. Við vinnum eftir því sem að við höfum úr að spila.“ Tengdar fréttir Framsókn vildi ekki taka þátt í samstarfi við Sjálfstæðisflokk um tillögu í nefndaskipan "Við völdum að hafa þetta svona. Við eigum áheyrnarfulltrúa í öllum þessum fimm manna nefndum, þannig að ég var ekki að sjá að það breytti öllu hvort við tækjum þátt í þessu samstarfi." segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknar og flugvallarvina. 16. júní 2014 10:10 Vilja ekki samstarf við Framsóknarflokkinn Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna og verðandi forseti borgarstjórnar segir að nýr borgarstjórnarmeirihluti hafi efasemdir um það hvort Framsóknarflokkurinn sé stjórntækur. Þess vegna hafi verið ákveðið að bjóða honum ekki til samstarfs í ráðum og nefndum borgarinnar. 16. júní 2014 12:55 Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Jón Gnarr hefur verið farsæll og mjög góður borgarstjóri,“ segir Dagur B. Eggertsson sem tók við sem borgarstjóri í dag. Meirihlutinn í borgarstjórn treystir sér ekki til að starfa með Framsókn og flugvallavinum sem fá ekki sæti í helstu ráðum og nefndum borgarinnar.Dagur B. Eggertsson tók við borgarstjóraembættinu í dag af Jóni Gnarr sem setið hefur í embætti síðastliðin fjögur ár. Dagur verður 42ja ára gamall á fimmtudag og er 22. borgarstjóri í sögu Reykjavíkurborgar. Dagur kveðst taka stoltur við embættinu af Jóni Gnarr. „Það er augljóst strax að Jón mun skilja eftir sig spor, ekki bara í borgarstjórn heldur í allri pólitíkinni. Hann hefur verið farsæll, friðsæll og mjóg góður borgarstjóri,“ segir Dagur B. Eggertsson. Dagur og Jón hafa starfað náið saman síðastliðin fjögur ár. „Dagur sagði í sinni ræðu að hann hefði lært mikið af mér. Ég hef ekki lært síður mikið af honum. Þetta er búið að vera mjög ánægjulegt, krefjandi og lærdómsríkt tímabil,“ segir Jón Gnarr.Meirihlutinn treystir ekki Framsókn Fyrsti fundur borgarstjórnar fór fram í ráðhúsinu í dag og þar var kosið var í embætti, ráð og nefndir. Sóley Tómasdóttir var kjörin forseti borgarstjórnar og S. Björn Blöndal formaður borgarráðs. Framsókn og flugvallavinir fá ekki sæti í helstu ráðum og nefndum. Meirihlutinn gerði samkomulag við Sjálfstæðiflokkinn sem gerir það að verkum að Framsókn fær hvorki sæti í fimm manna nefndum né í stjórn fyrirtækja borgarinnar. Hvers vegna? „Okkur þykir Framsóknarflokkurinn ekki hafa sýnt að hann sé stjórntækur,“ segir S. Björn Blöndal. „Það eru ákveðnir hlutir sem komu fram í þeirra kosningabaráttu sem samrýmast ekki grundvallar mannréttindum og hugmyndum um að fjölbreytileiki eigi að fá að njóta sín. Meðan að Framsóknarflokkurinn hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum þá verður þetta svona.“Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallavina, segir í samtali við Morgunblaðið að þar með verði Framsókn eini flokkurinn í stjórnarandstöðu á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn sé undir pilsfaldinum á meirihlutanum. Hún gefur lítið fyrir ummæli Björns um að flokkurinn sé óstjórntækur. „Ummæli hans dæma sig sjálf,“ segir Sveinbjörg. „Við ræddum við Sjálfstæðisflokkinn um hvort við myndum setja saman minnihlutalista og niðurstaðan var að gera það ekki. Við vinnum eftir því sem að við höfum úr að spila.“
Tengdar fréttir Framsókn vildi ekki taka þátt í samstarfi við Sjálfstæðisflokk um tillögu í nefndaskipan "Við völdum að hafa þetta svona. Við eigum áheyrnarfulltrúa í öllum þessum fimm manna nefndum, þannig að ég var ekki að sjá að það breytti öllu hvort við tækjum þátt í þessu samstarfi." segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknar og flugvallarvina. 16. júní 2014 10:10 Vilja ekki samstarf við Framsóknarflokkinn Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna og verðandi forseti borgarstjórnar segir að nýr borgarstjórnarmeirihluti hafi efasemdir um það hvort Framsóknarflokkurinn sé stjórntækur. Þess vegna hafi verið ákveðið að bjóða honum ekki til samstarfs í ráðum og nefndum borgarinnar. 16. júní 2014 12:55 Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Framsókn vildi ekki taka þátt í samstarfi við Sjálfstæðisflokk um tillögu í nefndaskipan "Við völdum að hafa þetta svona. Við eigum áheyrnarfulltrúa í öllum þessum fimm manna nefndum, þannig að ég var ekki að sjá að það breytti öllu hvort við tækjum þátt í þessu samstarfi." segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknar og flugvallarvina. 16. júní 2014 10:10
Vilja ekki samstarf við Framsóknarflokkinn Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna og verðandi forseti borgarstjórnar segir að nýr borgarstjórnarmeirihluti hafi efasemdir um það hvort Framsóknarflokkurinn sé stjórntækur. Þess vegna hafi verið ákveðið að bjóða honum ekki til samstarfs í ráðum og nefndum borgarinnar. 16. júní 2014 12:55
Sveinbjörg Birna hætt á Facebook: „Fullt af leiðinlegum og ógeðslegum hlutum sem ég vildi ekki sjá“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins, segist hafa verið ósátt við ýmislegt sem sagt var á Facebook-síðu sinni og ákvað því að loka henni. 16. júní 2014 13:35