Innlent

Framsókn vildi ekki taka þátt í samstarfi við Sjálfstæðisflokk um tillögu í nefndaskipan

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er oddviti Framsóknarflokksins í borginni.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er oddviti Framsóknarflokksins í borginni.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokks og flugvallarvina í borgarstjórn, segir að hún hafi ekki viljað taka þátt í samstarfi með Sjálfstæðisflokknum um að skila inn sér lista um skipan í nefndir borgarinnar; Stjórn Orkuveitunnar, stjórn Faxaflóahafna, heilbrigðistnefnd og öllum hverfisráðum borgarinnar. S. Björn Blönda, oddviti Bjartrar framtíðar, sagði frá því á RÚV í morgun  að meirihlutinn hafi ekki boðið Framsókn að taka þátt í samstarfi í nefndum borgarinnar, eingunis Sjálfstæðisflokknum.

Morgunblaðið sagði frá því í morgun að Sjálfstæðisflokkurinn ætli í samstarf með meirihlutanum í borgarstjórn í nefndunum. Samstarfið felur í sér að flokkurinn fái fleiri nefndarsætum úthlutað en hefðbundin skipting hefði gefið honum.

Hugmynd kom upp um að Sjáflstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndu skila inn eigin lista um skipan í nefndir. En Sjálfstæðisflokkurinn valdi að taka boði meirihlutans um nefndarskipan. Slíkt samstarf var einnig skipan nefnda eftir síðustu borgarstjórnarkosninga. En áður tíðkaðist það gjarnan að meirihluti og minnihluti skiluðu inn sitthvorri tillögunni um skipan í nefndir.

„Við völdum að hafa þetta svona," segir Sveinbjörg í samtali við Vísi.

„Við eigum áheyrnarfulltrúa í öllum þessum fimm manna nefndum, þannig að ég var ekki að sjá að það breytti öllu hvort við tækjum þátt í þessu samstarfi. Þetta voru engir samningar. Við hefðum ekki fengið fulltrúa í stjórn Orkuveitunnar, eða stjórn Faxaflóahafna. Við erum í minnihluta og ætlum að vera í öflugri stjórnarandstöðu.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.