Innlent

Reykjavík fær tré frá Osló

Bjarki Ármannsson skrifar
Oslóartrén taka sig jafnan vel út á Austurvelli.
Oslóartrén taka sig jafnan vel út á Austurvelli. Vísir/Valli
Reykjavíkurborg mun fá jólatré frá Osló eftir allt saman. Ákvörðun um að hætta að gefa Íslendingum jólatré vegna kostnaðar sem því fylgir var tekin fyrr á árinu en hún sló ekki í gegn hérlendis. 

Greint er frá því í norskum miðlum að ákvörðunin hafi verið dregin til baka á fundi verslunarráðs Oslóar í gær. Þar er vitnað í Fabian Stang borgarstjóra, sem segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu vinsæl norsku trén eru hér á Íslandi.

„Svo eiga Íslendingar ekki jafn góð jólatré og við héldum,“ bætir hann við, en þegar var byrjað að skoða möguleikann á því að höggva jólatré hér á landi í ár.

Þess má geta að ákvörðunin um að hætta að gefa borginni Rotterdam jólatré ár hvert, sem tekin var á sama tíma, stendur enn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×