Borgarstjóri Osló: "Viljum ekki að hefðin leggist af“ Bjarki Ármannsson skrifar 12. apríl 2014 17:12 Fabian Stang segir Oslóarbúa ekki vilja að hefðin leggist af. Vísir/Valli/AFP Oslóarborg vill ekki að hefðin í kringum „Oslóartréð“ leggist af og hefur lagt til að grenitré verði fellt á Íslandi þetta árið. Það sé bæði umhverfisvænna og betra fyrir tréð sjálft. Þetta kemur fram í bréfi frá Fabian Stang, borgarstjóra Osló, sem Morgunblaðið birti í dag. Í bréfinu segist Stang hafa skrifað Jóni Gnarr borgarstjóra um hvernig sé best að viðhalda og betrumbæta þá hefð að Osló færi Reykjavík jólatré að gjöf. Norska fréttasíðan Osloby.no greindi frá því í vikunni að Oslóarborg íhugaði nú að gefa ekki jólatré til Reykjavíkur og Rotterdam líkt og hefð hefur skapast fyrir. Bent var á í fregninni að flutningur trésins væri bæði dýr og flókinn. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ sagði S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í kjölfar fregnanna. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Í bréfi Stang vekur hann athygli á því að þegar Oslóbúar tóku fyrst að gefa Reykvíkingum grenitré á jólunum, fyrir rúmum sextíu árum, var það ekki síst vegna þess að jólatré af þessari stærð voru vandfundin í og í kringum Reykjavík. „En núna vaxa grenitré á Íslandi og þegar breytingar verða á eina sviði getur verið viturlegt að athuga hvort breyta megi til batnaðar á öðrum sviðum líka,“ segir Stang. Hann segist einnig hafa boðið Jón Gnarr að athuga hvort fella megi tréð á Íslandi, jafnvel í skógi sem plantað hefur verið í samvinnu við Noreg. „Það er umhverfisvænna en að flytja það um langan veg og grenitré geta orðið fyrir skaða við langa flutninga yfir hafið.“ Stang ítrekar jafnframt í bréfi sínu að hann vilji gjarnan þróa áfram samvinnu og vinskap milli Reykjavíkur og Osló. Tengdar fréttir „Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. 8. apríl 2014 11:06 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Oslóarborg vill ekki að hefðin í kringum „Oslóartréð“ leggist af og hefur lagt til að grenitré verði fellt á Íslandi þetta árið. Það sé bæði umhverfisvænna og betra fyrir tréð sjálft. Þetta kemur fram í bréfi frá Fabian Stang, borgarstjóra Osló, sem Morgunblaðið birti í dag. Í bréfinu segist Stang hafa skrifað Jóni Gnarr borgarstjóra um hvernig sé best að viðhalda og betrumbæta þá hefð að Osló færi Reykjavík jólatré að gjöf. Norska fréttasíðan Osloby.no greindi frá því í vikunni að Oslóarborg íhugaði nú að gefa ekki jólatré til Reykjavíkur og Rotterdam líkt og hefð hefur skapast fyrir. Bent var á í fregninni að flutningur trésins væri bæði dýr og flókinn. „Við vorum bara að heyra af þessu og þurfum tíma til að fara yfir málin,“ sagði S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra í kjölfar fregnanna. „Við ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi,“ sagði Björn. Í bréfi Stang vekur hann athygli á því að þegar Oslóbúar tóku fyrst að gefa Reykvíkingum grenitré á jólunum, fyrir rúmum sextíu árum, var það ekki síst vegna þess að jólatré af þessari stærð voru vandfundin í og í kringum Reykjavík. „En núna vaxa grenitré á Íslandi og þegar breytingar verða á eina sviði getur verið viturlegt að athuga hvort breyta megi til batnaðar á öðrum sviðum líka,“ segir Stang. Hann segist einnig hafa boðið Jón Gnarr að athuga hvort fella megi tréð á Íslandi, jafnvel í skógi sem plantað hefur verið í samvinnu við Noreg. „Það er umhverfisvænna en að flytja það um langan veg og grenitré geta orðið fyrir skaða við langa flutninga yfir hafið.“ Stang ítrekar jafnframt í bréfi sínu að hann vilji gjarnan þróa áfram samvinnu og vinskap milli Reykjavíkur og Osló.
Tengdar fréttir „Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. 8. apríl 2014 11:06 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
„Ætlum að heyra í frændum okkar og vinum í Noregi“ Íbúar Óslóarborgar íhuga að hætta að gefa Reykvíkingum jólatré á aðventunni. Óslóartréð hefur verið fastur liður á aðventu Reykvíkinga. 8. apríl 2014 11:06