Ættingjar og vinir hins látna hrærðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2014 13:13 Hvammstangakirkja. Vísir/Jón Sigurður Minningar- og bænastund vegna andláts Tomaszar Grzegorz Krzeczkowsk í fyrrinótt var vel sótt á Hvammstanga í gærkvöldi. Magnús Magnússon, sóknarpresturinn á Hvammstanga, segir athöfnina hafa verið afar vel sótta. Um níutíu til hundrað manns hafi minnst Tomasz í Hvammstangakirkju í gærkvöldi. „Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu. Það þótti vinum og ættingjum Tomaszar mjög vænt um og voru hrærðir,“ segir Magnús. Tomasz, sem var 35 ára Pólverji, var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús síðdegis síðastliðinn laugardag. Ástand hans var mjög alvarlegt og var honum haldið sofandi í öndunarvél. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í fyrrinótt. Fjórir menn voru handteknir vegna málsins laugardagskvöld en þeir voru allir kunningjar hins látna. Voru þeir í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til sunnudags vegna gruns um líkamsárás. Íbúar á Hvammstanga eru harmi slegnir vegna málsins og skilja hvorki upp né niður.Hörkuduglegir menn „Það getur enginn skilið þetta. Við bara trúum þessu ekki. Við trúum ekki að það hafi verið framinn neinn glæpur,“ segir íbúi á Hvammstanga. Læknir og sjúkrabíll komu að hinum látna í íbúð á Hvammstanga um fimmleytið á laugardaginn. Lá hann meðvitundarlaus í sófanum. Samkvæmt heimildum Vísis var þó fátt sem benti til þess að slagsmál hefðu verið í íbúðinni um nóttina. Sömu heimildir herma að lýsingar á blóðslettum í íbúðinni sem fram hafi komið í umfjöllun fjölmiðla séu ekki á rökum reistar. Sú staðreynd að lögreglan á Blönduósi var ekki ræst út fyrr en um kvöldið, fimm klukkustundum eftir að læknir og sjúkrabíll mættu á svæðið á Hvammstanga, renna stoðum undir það. Það var ekki fyrr en læknir hafði skoðað hinn slasaða að ástæða þótti til að kalla til lögreglu. Hún mætti á svæðið um ellefu leytið á laugardagskvöld. Í kjölfarið voru mennirnir fjórir handteknir. „Þetta eru skínandi menn. Hörkuduglegir,“ segir viðmælandi Vísis á Hvammstanga. Tengdar fréttir Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29 Fjórir grunaðir um líkamsárás á Hvammstanga Töluvert af blóði mun hafa verið í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. 15. júní 2014 16:09 Látinn eftir líkamsárásina á Hvammstanga Manninum sem varð fyrir líkamsárás á Hvammstanga aðfaranótt sunnudags var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans undanfarna daga. 18. júní 2014 18:16 Fjórmenningarnir í gæsluvarðhald Maðurinn sem slasaðist er í lífshættu en honum er haldið sofandi í öndunarvél. 16. júní 2014 14:51 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Sjá meira
Minningar- og bænastund vegna andláts Tomaszar Grzegorz Krzeczkowsk í fyrrinótt var vel sótt á Hvammstanga í gærkvöldi. Magnús Magnússon, sóknarpresturinn á Hvammstanga, segir athöfnina hafa verið afar vel sótta. Um níutíu til hundrað manns hafi minnst Tomasz í Hvammstangakirkju í gærkvöldi. „Stundin gekk mjög vel og það hefur verið mikill samhugur og stuðningur í samfélaginu. Það þótti vinum og ættingjum Tomaszar mjög vænt um og voru hrærðir,“ segir Magnús. Tomasz, sem var 35 ára Pólverji, var fluttur til Reykjavíkur á sjúkrahús síðdegis síðastliðinn laugardag. Ástand hans var mjög alvarlegt og var honum haldið sofandi í öndunarvél. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í fyrrinótt. Fjórir menn voru handteknir vegna málsins laugardagskvöld en þeir voru allir kunningjar hins látna. Voru þeir í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til sunnudags vegna gruns um líkamsárás. Íbúar á Hvammstanga eru harmi slegnir vegna málsins og skilja hvorki upp né niður.Hörkuduglegir menn „Það getur enginn skilið þetta. Við bara trúum þessu ekki. Við trúum ekki að það hafi verið framinn neinn glæpur,“ segir íbúi á Hvammstanga. Læknir og sjúkrabíll komu að hinum látna í íbúð á Hvammstanga um fimmleytið á laugardaginn. Lá hann meðvitundarlaus í sófanum. Samkvæmt heimildum Vísis var þó fátt sem benti til þess að slagsmál hefðu verið í íbúðinni um nóttina. Sömu heimildir herma að lýsingar á blóðslettum í íbúðinni sem fram hafi komið í umfjöllun fjölmiðla séu ekki á rökum reistar. Sú staðreynd að lögreglan á Blönduósi var ekki ræst út fyrr en um kvöldið, fimm klukkustundum eftir að læknir og sjúkrabíll mættu á svæðið á Hvammstanga, renna stoðum undir það. Það var ekki fyrr en læknir hafði skoðað hinn slasaða að ástæða þótti til að kalla til lögreglu. Hún mætti á svæðið um ellefu leytið á laugardagskvöld. Í kjölfarið voru mennirnir fjórir handteknir. „Þetta eru skínandi menn. Hörkuduglegir,“ segir viðmælandi Vísis á Hvammstanga.
Tengdar fréttir Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29 Fjórir grunaðir um líkamsárás á Hvammstanga Töluvert af blóði mun hafa verið í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. 15. júní 2014 16:09 Látinn eftir líkamsárásina á Hvammstanga Manninum sem varð fyrir líkamsárás á Hvammstanga aðfaranótt sunnudags var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans undanfarna daga. 18. júní 2014 18:16 Fjórmenningarnir í gæsluvarðhald Maðurinn sem slasaðist er í lífshættu en honum er haldið sofandi í öndunarvél. 16. júní 2014 14:51 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Sjá meira
Maðurinn í öndunarvél og honum haldið sofandi Maður liggur nú á gjörgæsludeild eftir alvarlega líkamsárás á Hvammstanga á laugardagskvöld. Maðurinn hlaut meðal annars alvarlega áverka á höfði. 16. júní 2014 08:29
Fjórir grunaðir um líkamsárás á Hvammstanga Töluvert af blóði mun hafa verið í íbúðinni þegar lögreglu bar að garði. 15. júní 2014 16:09
Látinn eftir líkamsárásina á Hvammstanga Manninum sem varð fyrir líkamsárás á Hvammstanga aðfaranótt sunnudags var haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans undanfarna daga. 18. júní 2014 18:16
Fjórmenningarnir í gæsluvarðhald Maðurinn sem slasaðist er í lífshættu en honum er haldið sofandi í öndunarvél. 16. júní 2014 14:51