Innlent

Dagur og Björn boða áframhaldandi samstarf

Telja má næsta víst að Dagur og Björn myndi aftur meirihluta í borginni.
Telja má næsta víst að Dagur og Björn myndi aftur meirihluta í borginni. vísir/daníel
Dagur B. Eggertsson og S. Björn Blöndal oddvitar Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar boða áframhaldandi samstarf flokkanna í borgarstjórn. Þetta kom fram í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins. Aðspurður sagði Dagur vera ánægður með samstarfið við Besta flokkinn og Jón Gnarr. Björn Blöndal hafði áhyggjur af því að kjósendur Bjartrar framtíðar hefðu sofið út en samkvæmt fyrstu tölum er flokkurinn með tvo menn inni.Dagur þakkaði grasrótinni og framboðslistanum fyrir sigur Samfylkingarinnar í Reykjavík en flokkurinn er nú stærstur í Reykjavík. Aðspurður hvort hann yrði næsti borgarstjóri Reykjavíkur sagði Dagur ekkert ákveðið í þeim efnum.„Ég held ég geri skýlausa kröfu um að verða borgarstjóri,“ sagði Björn Blöndal í gríni og sagði svo að staða Dags væri mjög góð og Samfylkingarinnar ef þetta yrðu lokatölurnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.