Innlent

„Ég er auðvitað mjög stressuð“

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Áslaug ásamt oddvitanum Halldóri Halldórssyni og frambjóðandanum Hildi Sverrisdóttir sem nú er úti.
Áslaug ásamt oddvitanum Halldóri Halldórssyni og frambjóðandanum Hildi Sverrisdóttir sem nú er úti. Vísir/Daníel
„Miðað við skoðanakannanir hafði ég búist við því að við ættum virkilega á brattann að sækja. Mér finnst þess vegna ótrúlegt að við séum að uppskera með þessum hætti,“ segir Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem þvert á kannanir síðustu daga er inni í borgarstjórn núna miðað við síðustu tölur.

Aðspurð um það hvort hún hafi trú á því að hún haldist inni segir Áslaug:

„Ég leyfi mér að vona það en þetta hefur verið alveg ótrúlegt flökt á tölunum þannig að ég er auðvitað mjög stressuð,“  segir Áslaug og bætir við: „Ég vona svo innilega að Hildur [Sverrisdóttir] komist inn – hún á það svo sannarlega skilið.“


Tengdar fréttir

Meirihlutinn í Reykjavík fallinn

Samfylkingin fær samkvæmt nýjustu tölum fimm fulltrúa en Björt framtíð tvo. Framsóknarflokkur nær tveim mönnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.