Innlent

Regína verður áfram bæjarstjóri á Akranesi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akraness
Samkomuleg hefur náðst milli meirihluta bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Akraness og Regínu Ásvaldsdóttur um að hún gegni áfram starfi bæjarstjóra á Akranesi.

Skessuhorn flutti fréttir af því nú fyrir skömmu.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan meirihluta á Skaganum í sveitarstjórnarkosningunum á laugardaginn, alls fimm bæjarfulltrúa.

Ólafur Guðmundur Adolfsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi sagði í samtali við Skessuhorn að Regína hafi verið fyrsti kostur flokksins í starf bæjarstjóra. Hún hafi verið farsæl í störfum og njóti vinsælda meðal bæjarbúa. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ganga glaðbeittir til verka og hafa miklar væntingar til farsæls samstarfs í bæjarstjórn og ekki síst góðu og traustu samstarfi við bæjarbúa,“ bætti Ólafur við.

Regína var ráðinn bæjarstjóri Akraness undir lok árs 2012 og varð hún þá fyrsta konan til að gegna starfi bæjarstjóra í 70 ára kaupstaðartíð bæjarins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.