Innlent

Ætla að gefa sér þann tíma sem þarf

Samúel Karl Ólason skrifar
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að hann, Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna, S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar Framtíðar og Halldóra Auðar oddviti Pírata, hafi ákveðið í dag að ræða áfram saman næstu daga.

„Ég geri ekki ráð fyrir því að það verði mikið að frétta fyrr en einhvern tímann í næstu viku,“ segir Dagur á Facebooksíðu sinni. „Því við ætlum að gefa okkur þann tíma í þetta sem þarf.“

Fundi þeirra leik um klukkan fjögur í dag eftir að hafa staðið yfir í um þrjá tíma.


Tengdar fréttir

Meirihlutaviðræður halda áfram

Oddvitar Samfylkingarinnar, Bjartrar Framtíðar, Pírata og Vinstri grænna funduðu í þrjár klukkustundir á leynilegum stað í dag og ætla funda á ný á morgun




Fleiri fréttir

Sjá meira


×