Innlent

Meirihlutaviðræður halda áfram

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir hittust öll saman í fyrsta skipti í gær eftir kosningar í sjónvarpsútsendingu Stóru málanna.
Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir hittust öll saman í fyrsta skipti í gær eftir kosningar í sjónvarpsútsendingu Stóru málanna. Visir/Vilhelm
Oddvitar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata í Reykjavík hafa ákveðið að halda meirihlutaviðræðum áfram.

Oddvitarnir funduðu í þrjár klukkustundir á leynilegum stað í dag og ætla funda á ný á morgun. Þeir hafa lítið viljað tjá sig um gang viðræðanna við fjölmiðla.

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, og S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, höfðu gefið það skýrt út að vilji væri fyrir tveggja flokka samstarfi flokkanna. Þegar lokatölur komu frá borginni klukkan sjö á sunnudagsmorgun kom þó í ljós að meirihlutinn væri fallinn og því var leitað til Pírata og Vinstri grænna, en báðir flokkar fengu einn borgarfulltrúa. Slíkur meirihluti skilar því níu borgarfulltrúum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×