Innlent

Slökkviliðið á Patró kallað út þegar peningaflutningataska sprakk

Patreksfjörður.
Patreksfjörður. Vísir/egill
Slökkviliðið á Patreksfirði var kallað út á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að reyk tók að leggja frá Landsbankanum þar í bæ. Slökkvilið í nágrannabæjum voru líka ræst út en brátt kom í ljós að reykurinn stafaði frá hylki í peningaflutningatösku, sem hafði sprungið og gefið frá sér blek og reyk, en engin eldur hafði kviknað.

Aðstoð slökkviliðsmanna, sem voru á leiðinni, var þá afturkölluð. Húsnæði bankans var síðan reykræst og að líkindum þarf að hreinsa það eitthvað nánar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×