Innlent

Hafa náð tökum á eldi í efnaverksmiðju í Hollandi

Vísir/AFP
Slökkvilið hefur náð tökum á eldi sem kom upp í efnaverksmiðju Shell fyrir utan hollensku borgina Rotterdam í gær.

Eldurinn kom upp í kjölfar öflugrar sprengingar í verksmiðjunni og slösuðust tveir starfsmenn lítillega en sprengingin heyrðist greinilega í þrjátíu kílómetra fjarlægð og skalf jörðin í nágrenninu.

Ekki skapaðist hætta fyrir nálægar byggðir þrátt fyrir að ýmisskonar eiturefni séu geymd í verksmiðjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×