Innlent

Talið verður aftur í Hafnarfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
„Það munaði svo litlu að nauðsynlegt er að staðfesta niðurstöðurnar. Ég er umboðsmaður listans og lagaleg skylda mín er að gæta réttar hans. Mér sýndist það vera nauðsynlegt að staðfesta niðurstöðurnar í ljósi þess hve litlu munaði,“ segir Hafþór Sævarsson, umboðsmaður Pírata í Hafnarfirði.

Ný og umorðuð beiðni Pírata um endurtalningu var samþykkt og talið verður annað kvöld. Einungis sex atkvæðum munaði þriðja manni Samfylkingarinnar og Brynjari Guðnasyni oddvita Pírata.

Píratar fóru fram á endurtalningu fyrst á mánudaginn en þeirri beiðni var hafnað vegna þess að kjörstjórn hafi úrskurðað um gildi vafaatkvæða við lok talningar 1. júní. Beiðnin var þá umorðuð og send aftur inn í dag, en einnig var farið fram á flýtimeðferð beiðnarinnar.

Kjörstjórn tók beiðnina fyrir á fundi síðdegis og féllst á endurtalningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×