Magn af „óhreinum mat í umferð" veldur áhyggjum Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júní 2014 11:12 Sólveig Eiríksdóttir frumkvöðull á sviði hráfæðis og einn eigenda Gló segist hafa áhyggjur af því að sætuefni hafi náð almennri viðurkenningu í samfélaginu. Hún segir skynsemi að neyta aðeins náttúrulegrar fæðu. Sólveig, eða Solla eins og hún er alltaf kölluð, er gestur í nýjasta þætti Klinksins. Solla segir það leiða af eðli málsins að fólk eigi aðeins að neyta lífrænnar fæðu. Það blasi við þar sem ekki sé skynsamlegt að borða mat sem hafi verið sprautaður með eitri eða efnum sem hafi verið kokkuð upp á tilraunastofum. „Myndirðu gefa ungabarni maukað spínat sem væri búið að sprauta á skordýraeitri? Eða spínat sem hafi verið ræktað í heilnæmri, næringarríkri jörð?,“ segir Solla. Umræðan barst að sætuefnum í þættinum, en sætuefni eru notuð í sykurlausa gosdrykki, í skyr án viðbætts sykurs frá bæði Mjólkursamsölunni og KEA og fleira.Það er mikið af óhreinni fæðu í umferð, ef ég leyfi mér að nota svo gildishlaðið orðalag, með sætuefnum eins og aspartam og asesúlfam-K, sem bandaríska matvælaeftirlitið gaf grænt ljós á og Evrópusambandið. Er samt ekki dálítið sérkennilegt að við erum komin þetta langt í þróuninni, en við erum að heimila efni í mat sem eru ónáttúruleg og hafa kannski ekki verið rannsökuð til hlítar en af því að nýjustu rannsóknir sem benda til skaðleysi þá eru þær heimilaðar? „Ég held að við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða hagkerfið og hugsa, hver er hin raunverulega hagsæld? Ég held við þurfum að hugsa til baka. Ég held að þessu hafi ekki verið hleypt í gegn af því að rannsóknir sýndu ekki fram á skaðsemi. Ég held að fleira búi þar að baki,“ segir Solla og er þar að vísa til þess að þrýstihópar hafi haft áhrif á löggjöf sem heimiluðu notkun sætuefna. Lengi býr að fyrstu gerð Íslendingar hafa ekki farið varhluta af offituvandanum. Offita barna er eitt stærsta heilbrigðisvandamál samtímans í heiminum en hún er í grunninn afleiðing af of mikilli sykurneyslu og hreyfingarleysi barna. Í raun eru að alast upp heilar kynslóðir á vesturlöndum sem geta varla hreyft sig vegna ofþyngdar. Bandarískir læknar sem hafa sérhæft sig í offitu barna hafa fullyrt að sykur sé ekki aðeins skaðlegur heilsunni, hann sé hreinasta eitur. Bandaríski læknirinn Robert Lustig hefur t.d. gefið út bók um málið þar sem hann rökstyður þetta með ítarlegum hætti. Aðspurð hvort hún sé tilbúin að taka að sér heilsuvæðingu í grunn- eða leikskólum landsins, svipað og Jamie Oliver gerði í Bretlandi, segist Solla alveg opin fyrir slíku. Hún segir að í allri umræðu um næringu barna sé mikilvægt að byrja strax. „Ég veit að það er erfitt að segja við tíu ára gamlan strák, jæja Þorbjörn minn, nú átt þú að borða bara brokkolí og hráar rófur. Þetta þarf að byrja miklu fyrr, þetta þarf að byrja strax.“Sjá viðtalið við Sollu í nýjasta Klinkinu með því að smella hér. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira
Sólveig Eiríksdóttir frumkvöðull á sviði hráfæðis og einn eigenda Gló segist hafa áhyggjur af því að sætuefni hafi náð almennri viðurkenningu í samfélaginu. Hún segir skynsemi að neyta aðeins náttúrulegrar fæðu. Sólveig, eða Solla eins og hún er alltaf kölluð, er gestur í nýjasta þætti Klinksins. Solla segir það leiða af eðli málsins að fólk eigi aðeins að neyta lífrænnar fæðu. Það blasi við þar sem ekki sé skynsamlegt að borða mat sem hafi verið sprautaður með eitri eða efnum sem hafi verið kokkuð upp á tilraunastofum. „Myndirðu gefa ungabarni maukað spínat sem væri búið að sprauta á skordýraeitri? Eða spínat sem hafi verið ræktað í heilnæmri, næringarríkri jörð?,“ segir Solla. Umræðan barst að sætuefnum í þættinum, en sætuefni eru notuð í sykurlausa gosdrykki, í skyr án viðbætts sykurs frá bæði Mjólkursamsölunni og KEA og fleira.Það er mikið af óhreinni fæðu í umferð, ef ég leyfi mér að nota svo gildishlaðið orðalag, með sætuefnum eins og aspartam og asesúlfam-K, sem bandaríska matvælaeftirlitið gaf grænt ljós á og Evrópusambandið. Er samt ekki dálítið sérkennilegt að við erum komin þetta langt í þróuninni, en við erum að heimila efni í mat sem eru ónáttúruleg og hafa kannski ekki verið rannsökuð til hlítar en af því að nýjustu rannsóknir sem benda til skaðleysi þá eru þær heimilaðar? „Ég held að við þurfum á einhverjum tímapunkti að endurskoða hagkerfið og hugsa, hver er hin raunverulega hagsæld? Ég held við þurfum að hugsa til baka. Ég held að þessu hafi ekki verið hleypt í gegn af því að rannsóknir sýndu ekki fram á skaðsemi. Ég held að fleira búi þar að baki,“ segir Solla og er þar að vísa til þess að þrýstihópar hafi haft áhrif á löggjöf sem heimiluðu notkun sætuefna. Lengi býr að fyrstu gerð Íslendingar hafa ekki farið varhluta af offituvandanum. Offita barna er eitt stærsta heilbrigðisvandamál samtímans í heiminum en hún er í grunninn afleiðing af of mikilli sykurneyslu og hreyfingarleysi barna. Í raun eru að alast upp heilar kynslóðir á vesturlöndum sem geta varla hreyft sig vegna ofþyngdar. Bandarískir læknar sem hafa sérhæft sig í offitu barna hafa fullyrt að sykur sé ekki aðeins skaðlegur heilsunni, hann sé hreinasta eitur. Bandaríski læknirinn Robert Lustig hefur t.d. gefið út bók um málið þar sem hann rökstyður þetta með ítarlegum hætti. Aðspurð hvort hún sé tilbúin að taka að sér heilsuvæðingu í grunn- eða leikskólum landsins, svipað og Jamie Oliver gerði í Bretlandi, segist Solla alveg opin fyrir slíku. Hún segir að í allri umræðu um næringu barna sé mikilvægt að byrja strax. „Ég veit að það er erfitt að segja við tíu ára gamlan strák, jæja Þorbjörn minn, nú átt þú að borða bara brokkolí og hráar rófur. Þetta þarf að byrja miklu fyrr, þetta þarf að byrja strax.“Sjá viðtalið við Sollu í nýjasta Klinkinu með því að smella hér.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Sjá meira