Innlent

„Jafnvel samkynhneigðir eru að mæta á samkomur hjá okkur“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðukona Smárakirkju.
Sigurbjörg Gunnarsdóttir, forstöðukona Smárakirkju. Mynd/Krossinn
Sigurbjörg Gunnarsdóttir gefur lítið fyrir ásakanir föður síns og fráfarandi stjórnarmeðlims um að ólöglega hafi verið staðið að aðalfundi Krossins síðastliðinn miðvikudag. Þar var Gunnari Þorsteinssyni, fyrrum framkvæmdastjóra og stofnanda Krossins, vikið úr söfnuðinum og nafni safnaðarins breytt úr Krossinum í Smárakirkju.

Hann hafi verið auglýstur á fundum safnaðarins með að minnsta kosti viku fyrirvara eins og lög kveða á um. Tímasetning fundarins hafi verið ákveðin í kjölfar hinnar neikvæðu fjölmiðlaumfjöllunar um kirkjuna sem tekið hafi mikið á meðlimi safnaðarins.

„Fólk var utan við sig af leiða,“ segir Sigurbjörg í samtali við Vísi. „Öll þessi umfjöllun um safnaðinn á undanförnum vikum á sér enga stoð í raunveruleikanum eins og hann er í dag. Við erum búin að fara í mikla stefnumótun og umræðu í söfnuðinum á síðustu misserum um framtíð Krossins og við vildum einfaldlega setja punkt aftan við þetta tímabil í sögu safnaðarins.“

Hún segir að hin nýja stjórn og nafnbreytingin kirkjunnar sé hluti af upprisu og endurnýjunar safnaðarins sem meðlimir hans hafi kallað eftir. „Fólk á ekki alla þessu neikvæðu umfjöllun skilið því þetta er ekki kirkjan í dag, við erum enginn öfgatrúarhópur. Jafnvel samkynhneigðir eru að mæta á samkomur hjá okkur í dag,“ segir Sigurbjörg. „Þetta er einfaldlega allt önnur kirkja en hún var og þessar breytingar á henni eiga að endurspegla það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×