Innlent

Eldur í línuveiðibát

Stefán Árni Pálsson skrifar
Klukkan 19:07 barst Vaktstöð siglinga aðstoðarbeiðni frá línuveiðibát sem var á landleið þegar eldur kviknaði í vélarrúmi út af Aðalvík.

Björgunarskip frá Bolungarvík, Ísafirði voru kölluð út sem og nærstödd skip og bátar. Einnig var sendur hraðskreiður bátur úr Bolungarvík með dælur, björgunarsveitamenn og slökkviliðsmenn. Björgunarskipin voru farin úr höfn um 15 mínútum eftir að kallið kom.

Þrír skipverjar eru um borð og sáu þeir í myndavélum þegar vélarrúmið fylltist af reyk. Lokuðu þeir þá vélarrúminu og ræstu sjálfvirkan slökkvibúnað. Stuttu síðar var nærstaddur bátur kominn á staðinn og tók línuveiðibátinn í tog og siglir nú með hann til hafnar í Bolungarvík í fylgd björgunarskipanna.

Skipverjar eru allir heilir á húfi og talið er að eldurinn í vélarrúminu sé slokknaður. Búist er við skipunum til hafnar um klukkan 21:30.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×