Innlent

Mikið að gera í sjúkraflutningum undanfarna daga

Óvenju mikill erill hefur verið hjá sjúkarflutningamönnum Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu síðastliðna tvo sólarhringa, eða um 90 flutningar á sólarhring.

Þótt þetta sé ekki met á sólarhring, er þetta líklega nærri því að slá met þegar litið er á tvo sólarhringa í röð. Aðeins örfáir flutningar voru vegna slysfara, en hinir voru á milli heilbrigðisstofnana eða vegna veikinda í heimahúsum.

Rólegra var í nótt og var það kærkomin hvíld eftir allan erilinn, að sögn sjúkraflutningamanns í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×