Innlent

Grunnskólakennarar samþykkja kjarasamning

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Félagar í Félagi grunnskólakennara hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem skrifað var undir 20. maí síðastliðinn.

Af 4406 á kjörskrá greiddu 3153 atkvæði, rétt rúm 71.5 prósent félagsmanna.

65.46 prósent félagsmanna samþykktu samninginn en 32.36 prósent höfnuðu honum.

Rafræn atkvæðagreiðsla stóð yfir dagana 26. til 30. maí – og lauk henni klukkan 13 í dag.

Talið er að samningurinn hljóði upp á 7,3 prósenta launahækkun 1. júni ásamt frekari launahækkunum þegar líður á samningstímann. Samningurinn mun gilda út árið 2016.



Kennurum verður einnig boðið að afsala sér aldursafslætti gegn um 9 prósenta launahækkun. Aldursafsláttur kennara felst í að 55 ára kennarar fá að fækka kennslustundum um ríflega eina klukkustund á viku. Sextugir kennarar geta svo fækkað kennslustundum um tæplega fimm stundir á viku.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×