Innlent

Bankaræningi á Akranesi í feluleik

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglunni á Akranesi barst ábending um eldglæringar í anddyri hússins við Kirkjubraut 28 um klukkan sex í morgun.

Arion banki var áður staðsettur í húsinu en í anddyri þess er hraðbanki sem vísar út á götuna.

Þegar lögreglan renndi í hlaðið kom í ljós að maður hafði brotist inn í anddyrið og reyndi að komast inn í hraðbankann með slípirokk og öðrum verkfærum.



Maðurinn reyndi að fela sig þegar lögregluna bar að garði en hann var handsamaður á efstu hæð hússins. Yfirheyrslur yfir manninum standa nú yfir.



Skessuhorn greindi frá þessu í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×