Innlent

Flugmenn Icelandair samþykktu kjarasamninga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/TEITUR
Yfirgnæfandi meirihluti flugmanna Icelandair samþykkti nýjan kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair ehf.

Þetta kemur fram á vefsíðu FIA.

338 voru á kjörská og skiluðu 301 manns atkvæði sem gerir 89% kjörsókn. 

219 samþykktu samninginn og 67 höfnuðu honum, 15 sátu hjá.

Samningurinn er því samþykktur af 76,6% þeirra sem tóku afstöðu. Samningurinn hefur því tekið gildi.

Kjarasamningurinn kveður á um 6,8 prósenta hækkun. Flugmenn fá almenna launahækkun upp á 2,8 prósent en fá þeir jafnframt hækkanir á bónusgreiðslum vegna eldsneytissparnaðar og stundvísi.



Samningurinn var undirritaður á fimmtudaginn í síðustu viku, 22. maí síðastliðinn, og gildir samningurinn til 30. september.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×