Innlent

Ný gjörgæsla fyrir geðsjúklinga

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ásamt starfsfólki geðdeildarinnar.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ásamt starfsfólki geðdeildarinnar. Vísir/Vilhelm
Ný bráðageðdeild á Landspítalanum var formlega tekin í notkun í gær. Deildin, 32C, var opnuð síðastliðið haust en loks núna er framkvæmdum og þjálfun starfsfólks að fullu lokið.

Meirihluti þeirra sem leggjast á bráðadeildina eru með geðrofssjúkdóma, geðklofa eða geðhvörf, og geta verið hættulegir sjálfum sér eða öðrum, eru óútreiknanlegir og þurfa sérhæfða meðferð. Deildin er hönnuð með það í huga, rými er gott og öryggismálin eru eftir ströngustu gæðakröfum.

„Áður var þessum sjúklingum skipt inn á hinar deildirnar, en þar voru þröngir gangar og léleg aðstaða og erfitt að gæta öryggis,“ segir Halldóra Jónsdóttir, yfirlæknir á 32C.

Í vetur hefur starfsfólk deildarinnar fengið þjálfun á gjörgæsludeildum í Bretlandi. Síðustu mánuðir hafa því verið einhvers konar reynslutími þar sem vinnuferlar hafa verið slípaðir til.

„Því opnum við deildina formlega núna með góða reynslu í vasanum þótt við eigum eftir að læra heilan helling í viðbót.“

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá formlegri opnun deildarinnar í gær þar sem Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, kynnir sér aðstöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×