Innlent

Ók á móti umferð í hringtorgi

Bjarki Ármannsson skrifar
Nóg var að gera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Nóg var að gera hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm
Lögregla í Kópavogi og Breiðholti stöðvaði á fjórða tímanum í nótt ökumann sem ók á móti umferð í hringtorgi. Samkvæmt skýrslu lögreglu kom í ljós við athugun að maðurinn hafði verið sviptur ökuréttindum og var hann einnig grunaður um að aka undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður síðar í dag.

Þá handtók lögregla mann rétt eftir klukkan fjögur í nótt í Austurbænum sem gekk á milli bifreiða og virtist reyna að brjóta í þeim rúður. Honum á að hafa tekist að brjóta að minnsta kosti bílrúðu áður en hann var handtekinn.

Í nótt voru einnig nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur og maður handtekinn fyrir að ráðast á dyravörð á skemmtistað í miðbænum. Dyravörðurinn fór á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×