Innlent

Mikilvægt að muna eftir skilríkjum

Ingvar Haraldsson skrifar
Almennt er miðað við að kjörstaðir opni klukkan níu og loki klukkan tíu í kvöld.
Almennt er miðað við að kjörstaðir opni klukkan níu og loki klukkan tíu í kvöld. vísir/PJETUR
Í dag verða sveitarstjórnarkosningar í öllum sveitarfélögum landsins. Kjósendur eru minntir á að taka skilríki með mynd og kennitölu.

Hægt er að nálgast helstu upplýsingar um framkvæmd kosningarinnar inn á kosning.is. Þar er hægt að slá inn kennitölu til þess að komast að því á hvaða kjörstað eigi að kjósa í þrjátíu sveitarfélögum. Þá er kjósendum einnig bent á vef viðkomandi sveitarfélags um upplýsingar um kjörstað.

Almennt er miðað við að kjörstaðir verði opnir frá níu að morgni til tíu að kvöldi. Þó er heimilt að hafa þá opna skemur.

Einnig er bent á að vilji þeir sem kosið hafa utan kjörfundar breyta atkvæði sínu geta þeir mætt á kjörstað og kosið. Þá mun atkvæðagreiðslan á kjörstað gilda.

Þeir sem ekki geta merkt við kjörseðil sjálfir geta tilnefnt aðstoðarmann til verksins, ýmist úr kjörstjórn eða annars staðar frá.

Í dag er spáð úrkomu um allt land. Þó á að stytta upp á Norðausturlandi þegar líður á daginn. Vonandi mun það ekki hafa mikil áhrif á kjörsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×